Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Síða 28

Freyr - 01.08.1965, Síða 28
264 FREYR Pétur Ottesen, fyrrv. alþing- ismaður, Guðmundur Jóns- son, skólastjóri, Ingólfur Jónsson, ráðherra, Jón Árna- son, alþingismaður. jafnmikið í þjóðartekjunum um næstu aldamót og hann gerir í dag. Við verðum því að nýta auðlindir landsins, en við höf- um þar fallvötnin, jarðhitann og sumir tala um stóriðju, en hún getur aldrei orðið neitt aðalatriði í þjóðarframleiðslunni. í fjórða lagi höfum við gróðurmoldina. Það hefur aldrei verið ræktað eins mikið á íslandi og nú. Síðastliðið ár voru ræktaðir um 7 þús- und ha. Það geta varla verið margir, sem spyrja, hvers vegna er verið að stunda land- búnað hér ... Eyðing jarðvegs hefur hald- ið áfram, það er fyrst nú sem við græðum upp meira en eyðist... Alltof margir bænd- ur hafa ekki stærri bú en um 100 ær og 3 kýr. Þegar ræktunin er komin upp að vissu marki og kotbúskapur hefur lagst niður, trúi ég því að hægt sé að flytja út land- búnaðarafurðir án útflutningsuppbóta. Hér verða eflaust 1,2 milljónir sauðfjár eftir nokkur ár ... Við verðum að leggja áherzlu á að fullvinna vöruna innanlands . . . Þótt einhver efist um gildi landbúnaðarins í dag þá mun það ekki verða eftir 10—15 ár. Það þarf að gera landbúnaðinn sem fjöl- breyttastan. Við lifum aðeins með því að starfa.. . Efla andans starf með lestri og fræðslu þarf einnig með vinnunni." Ýmis- legt fleira drap landbúnaðarráðherra á í ræðu sinni. Einnig tóku til máls Pétur Ottesen, fyrrv. alþingismaður, Gunnar Bjarnason kenn- ari, Sveinn Guðmundsson bóndi, en hann færði skólanum gjöf frá 10 ára búfræði- kandídötum, Agnar Guðnason, form, félags íslenzkra búfræðikandídata, sem færði Bjarna Guðmundssyni bókagjöf fyrir beztu frammistöðu á prófi, og að síðustu talaði Þorvaldur G. Jónsson af hálfu nýútskrif- aðra búfræðikandídata. A. G.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.