Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Síða 31

Freyr - 01.08.1965, Síða 31
FRE YR 267 ættarinnar frá því einhverntíma fyrir móðuharðindin. Hvað er langt síðan að garðrœkt hófst hér? — Afi minn, Jónatan Davíðsson byrjaði hér með garðrækt, en það var eingöngu kartöflur, skömmu fyrir aldamótin. Hann hafði lært eitthvað í garðrækt úti í Danmörku. Við höfum ræktað kartöflur í sama garðinum og afi setti fyrst niður í, en þar er töluverður jarðhiti. Hvencer voru gróðurhúsin hyggð? — Árið 1944. Hafði bróðir minn veg og vanda af þeirri ræktun og hafði hann bæði agúrkur og tómata í húsunum. Eftir að hann fór, höfum við eingöngu ræktað gul- rætur í húsunum. Auk þess ræktum við gulrætur í reitum og svo á bersvæði á um 2 þús. m-. Er mikill jarðhiti hjá ykkur? — Við höfum 5 sek./l. af 90° C heitu vatni. Voru ekki fleiri byggðar jarðir hér fram- ar í dalnum? — Jú 3 iarðir, sem voru hér framar, hafa farið í eyði á seinni árum. Hvernig er með samgöngur hingað? — Nú er kominn ágætis vegur. Hér verð- ur oft mikill sniór og vegurinn teppist, en við höfum samt reynt að halda uppi reglu- legri mjólkursölu héðan. Er féð gott hjá þér? — Ég held að það verði að teljast sæmi- legt. Meðalvigtin er að vísu ekki mikil, en við höfum nokkuð margt tvílembt. Lömbin hafa lagt sig á um 14 kg. Hér var talið gott beitiland, kvistur og birkiskógur, en sam- kvæmt nýrri kenningum er þetta land talið gagnslítið til sumarbeitar. Hafið þið ekki tekjur af ánni? — Nei, það er ekkert, nokkur bleikjuveiði hefur verið hér, en nú er áin leigð, og það sem kemur inn fyrir leiguna er notað til að rækta upp ána. Sett eru laxaseiði í hana árlega. Finnst ykkur ekki þið húa nokkuð af- skekkt? — Nei, ekki finnum við svo fyrir því. Hér höfum við öll þægindi. Vatnsaflsstöð var byggð hér 1959. Heitt vatn frá hvernum og svo höfum við bíl. Og hvað er að tala um Hjónin Guðmundur Gunnarsson og Pálína Magnúsdóttir búa á Reykjum, fremstá byggSu býli í Fnjóskadal. þótt við þurfum að skreppa nokkra km á næsta bæ. Það tók okkur um eina klst. hér áður fyrr, en nú tekur það álíka langan tíma fyrir okkur að skreppa til Akureyrar. Enda er það óskiljanlegt með öllu, þegar fólkið hér í sveitunum er að þrasa um staðsetningu heimavistarskóla. Aðalatriðið varðandi staðsetningu er, að staðurinn sé ákjósanlegur frá náttúrunnar hendi, en ekki hvort hann er miðsvæðis. Það hefur valdið nokkrum deilum, að ákveðið var að reisa skóla á Stóru-Tjörnum, þeir í úthluta Ljósavatnshrepps vilja ekki vera með og bera það fyrir sig, að það sé svo langt í skól- ann. En í skólamálum eigum við fólkið í sveitunum að standa saman, en ekki láta stjórnast af heimóttarlegri hreppapólitík. A. G.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.