Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1965, Side 35

Freyr - 01.08.1965, Side 35
FRE YR 271 EGG Á F/ERIBÖNDUM Frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna eru myndir þær sendar Frey, er hérmeð fylgja, en þær sýna aðstöðu á búi einu sem COONA heit- ir vestur í Kaliforníu, en á því búi eru fram- leidd 10 000 egg á dag að meðaítali og allar eru hænurnar í búrum. Enn hefur ekki tekizt að framleiða egg í vélum, en nú eru hænurnar hafðar í búrum, þær eru fóðraðar vélrænt, fóðrið kemur til þeirra á færibandi, dritur þeirra fer burt á færibandi, eggin velta út í rennur strax og hænurnar hafa orpið og þar tekur færiband við og flytur eggin burt úr húsinu og í pökk- unarherbergið, vatnið kemur sjálfrennandi. allt er þetta vélrænt og þá er bara fuglinn eftir sem lifandi vera, er etur fóðrið og gefur af sér egg. Svo er sagt þar frá, og þetta er svo sem ekki einstætt á búi þeirra Grimmsbræðra vestur þar, en þeir hafa um 15.000 hænur I búrasam- stæðum sínum. Færiböndin, sem flytja eggin, eru samtals um 2 km að Iengd. Þau eru úr vírnetum gerð og hreyfast hægt, svo að ekki er hætta á að eggin brotni á leiðinni, en böndin eru úr gúmi. 1 sjálfu hænsnahúsinu eru 8 færibönd, sem taka við eggjunum og flýtja þau þaðan út á aðalbeltið, sem færir þau á pökkunarstöðina. Við skilyrði sem þessi er mjög lítil hætta á að egg óhreinkist en á pökkunarstað eru þau hreinsuð, sem ef til vill hafa velkst svo að hreinsa þurfi. Að sjálfsögðu kostar allur þessi búnaður m’kið stofnfé en vinnan við dagleg störf er aftur á móti tiltölulega lítil. —O— Því má bæta við frásögn þessa, að um Norðurlönd, og einkum í Englandi, er notkun varpbúra orðin algeng en líkar misjafnlega. Sums staðar er nokkur hluti starfanna ræktur af vélrænum búnaði eins eða álíka og þeim, sem að ofan er greint frá. FREYR sagði frá því fyrir nokkrum árum, að læknisfrú ein, vestur í Ameríku, hefði 5.000 hænur og hirti um þær ein. Það þykir ekki nema meðal manns verk nú, að hirða 5—7 þúsund hænur við skilyrði sem þessi, en stofn- kostnaðurinn og viðhald hans er mikill pen- ingur, búrin eru dýr, færiböndin einnig, og umfram allt er dýrt ef eitthvað ber útaf, og það skeður því miður of oft, en allur vélrænn Eggin velta úr búrunum á "bandið- búnaður af svona tagi er ofurseldur örri eyði- leggingu. Það er talið, að sumt af búnaðinum endist aðeins 3 ár, annað 5 ár og ekkert, nema mót- oramir, lengur en 7 ár. Það er líkast verk- smiðju að koma inn í varpstöðvar slíkar sem þær, sem eru á stærð eins og að framan er til tekið. Framleiðsla, er nemur um 10 þúsund eggjum á dag, er meira en i/z smálest. Með handafli er þeim raðað á bakkana.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.