Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1970, Page 8

Freyr - 01.04.1970, Page 8
S. N. E. hefur rekið svínabú á Grísabóli og haft af því talsverðan hagnað. aðarsambandi Eyjafjarðar 550 þúsund og nautgriparæktarfélögunum 110 þúsund krónur. Öll þessi framlög hafa farið í fjár- festingu og búreksturinn því ekki þurft að skerða þessi framlög. S. N. E. hefur rekið svínabú á Grísabóli og haft af því talsverðan hagnað, og hjálp- aði það starfseminni mikið við að koma fj ár- hagnum í viðunandi horf. Á s.l. hausti var lokið við að reisa nýtt svínahús á Rangár- völlum, sem kostaði mikið, og má gera ráð fyrir, að á næstu árum þurfi svínabúið að halda á sínu. Hér skal látið staðar numið varðandi hin beinu fjármál búskaparins, en óneitanlega eru þau þungamiðjan í starf- seminni allri. ❖ ❖ ❖ Hvort tilraunabú, eins og hér er rætt um, á að bera sig eða ekki, skal ósagt látið, en flestir munu álíta að það sé ekki aðalatriðið, heldur hitt, að viðfangsefnið leiði af sér árangur til hagsbóta fyrir þá, sem fyrir er unnið, og þá vaknar spurningin um það, hvað hafi áunnizt. Hefur því, er til var stofnað, verið vel varið og hvernig þá? Vissulega vandast nú málið þegar þessi spurning er athuguð og kemur margt til, einfaldlega af því, að skilin milli einstakra þátta í árangri kynbótastarfsins eru alls ekki svo ljós, að hægt sé með fullri vissu að segja: þetta er þessu að þakka og hitt hinu. Ef til vill skiptir það ekki meginmáli, hvernig afurðaaukningin er til komin í búi bóndans, ef hún er til þess að auka nettó- tekjur hans. Árið 1957 skilaði árskýrin í S. N. E. 3.385 kg með 3,76% fitu. Þetta sama ár var inn- leggið í samlag eftir árskú 2.684 kg Árið 1967 skilaði árskýrin 3.697 kg með 4,07% fitu og þetta sama ár var innlegg í samlag eftir árskúna 3.330 kg — hafði auk- izt um 646 kg. Til þess að glöggva sig á því hversu skýrsluhaldið er ábyggilegt, kemur í ljós, að það vantar eitt kg á dag á hverja árskú, til innleggs í samlag, eða með öðrum orðum, þá vantar 365 kg á hverja árskú í samlag miðað við meðalútkomu á öllum skýrslu- færðum kúm þetta umrædda ár. Til frekari yfirvegunar fyrir þá, sem vilja telja skýrsluhaldið ónákvæmt, eru þessi 365 kg öll rýrnun og heimanotkun á mjólk. Bóndi, sem er með 20 árskýr og er með meðalafurðir, hefur til heimanotkunar og í margs konar rýrnun 7.300 kg yfir árið. Afurðir fullmjólka kúa, skýrsluárið 1968, urðu 4.089 kg með rösklega 4% feita mjólk, og kjarnfóðurgjöfin á kú var 690 kg og hafði minnkað frá árinu áður um 23 kg. Nautgriparæktarfélag Svarfdæla hafði mestar afurðir eftir fullmjólka kú, 17.353 f. e. í Svarfaðardal voru 787 kýr á skýrslu, en í Öngulsstaðarhreppi 801, en félagið þar er með flestar kýr á skýrslu. Afurðaaukning hjá félögunum hér hefur verið að meðaltali, síðustu 5 árin, 67 kg á fullmjólka kú og mjólkurfitan hefur aukizt. Á sama hátt hefur kjarnfóðrið aukizt um 26 kg. Þetta eru aðeins nokkrar tölur, er sýna þróunina síðustu árin. Á síðasta ári náðu 11 bú því marki að full- mjólka kýrnar skiluðu að meðaltali 20.000 144 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.