Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1970, Side 11

Freyr - 01.04.1970, Side 11
SVEINN EINARSSON: Lög og reglugerðir um Loðdýrarækt Banni við minkaeldi hér á landi, sem staðið hafði í nær tuttugu ár, var aflétt með lög- um um loðdýrarækt frá Alþingi, sem tóku gildi hinn 28. maí s. 1. Samþykkt þessara laga átti sér langan aðdraganda, því skoðanir manna um gagn- semi minkaeldis eru mjög svo skiptar. I þessum fáu línum, sem hér fara á eftir, verður hvorki rætt um möguleika okkar í minkarækt né rakin hin gamla raunasaga um eldi þessara dýra á íslandi, heldur verð- ur drepið á nokkur helztu atriðin um fram- kvæmd nefndra laga. Samkvæmt hinum nýju lögum um loð- dýrarækt skipaði landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, eftirtalda menn í nefnd til að gera drög að reglugerð og öðrum fram- kvæmdaatriðum um þessi mál: Arna Jónasson, erindreka, Eyjólf Konráð Jónsson, ritstjóra, Pál A. Pálsson, yfirdýralækni, Svein Einarsson, veiðistjóra, Gunnar Bjarnason, kennara, Hvanneyri og Ásberg Sigurðsson, borgarfógeta, sem jafn- framt var skipaður formaður nefndarinnar. Nefndin lauk störfum í haust og 16. nóv- ember s. 1. var reglugerð um loðdýrarækt staðfest af landbúnaðarráðuneytinu. í reglugerðinni eru ströng fyrirmæli um innflutning lífdýra og meðferð þeirra, fyrir- komulag og byggingar á búunum. Nokkrar greinar úr nefndri reglugerð, sem hér fara á eítir, skýra þetta nánar. 1. gr. Landbúnaðarráðuneytið hefur yfirumsjón með allri loðdýrarækt í landinu. Veiðistjóri, sbr. 1. gr. laga nr. 52/1957, og trúnaðarmenn hans annast eftirlit með því, að ákvæðum laga og reglugerða um loðdýrarækt sé fram- fylgt. Eftirlit, samkvæmt fyrirsögn hans, skal fara fram eigi sjaldnar en tvisvar á ári. 4. gr. Óheimilt er að flytja til landsins hvers konar loðdýr, nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðuneytisins og meðmælum yfirdýralæknis. Þeir, sem óska eftir að flytja til landsins loðdýr, skulu senda um það skriflega umsókn til ladbúnaðarráðuneytisins, ásamt upplýsingum um hvaðan dýrin verði keypt, tegund, fjölda þeirra, kyn, ald- ur og auðkenni, sbr. 4. gr. laga nr. 68/ 1969. 5. gr. Ekki er heimilt að veita innflutn- ingsleyfi fyrir loðdýrum til íslands, nema fyrir liggi skriflegar upplýsing- ar heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi um, að eigi hafi orðið vart smit- sjúkdóma undanfarin þrjú ár í því búi, þar sem dýrin eru keypt, og að slíka sjúkdóma hafi heldur ekki orðið vart í héraðinu næstliðin þrjú ár. Áður en loðdýr eru flutt til landsins, setur yfirdýralæknir reglur um þær rannsóknir, ónæmisaðgerðir o. fl., sem nauðsynlegt er talið af öryggisástæð- um að gera í hvert sinn. 7. gr. Ef loðdýr, sem inn eru flutt, reynast heilbrigð og fullnægja að öðru leyti settum skilyrðum, skulu þau sett í sóttkví á kostnað og ábyrgð eiganda, meðan ríkið byggir ekki einangrunar- stöð. Dýrunum skal haldið í sóttkví eins lengi og yfirdýralæknir telur nauðsynlegt, þó eigi skemur en 16 mánuði að því er varðar minka. Um útbúnað og tilhögun sóttkvíar skal fara eftir fyrirsögn yfirdýralæknis og er óheimilt að flytja þangað dýr, fyrr en gengið hefur verið úr skugga um, FHEYÍ 147

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.