Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1970, Page 12

Freyr - 01.04.1970, Page 12
að fyrirkomulag og búnaður sé eins og fyrir hefur verið lagt. Ef sóttkví er f nábýli eða tengslum við loðdýrabú1,, má eigi selja eða afhenda á annan hátt, dýr úr búinu meðan á sóttkví stendur,, og eigi fyrr en viðkomandi embættis- dýralæknir heimilar. 14. gr. Þeir, sem óska að stofnsetja ldð-- dýrabú hér á landi, skulu senda land- búnaðarráðuneytinu umsókn um það» efni. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar' áætlanir um byggingu loðdýrabúsins, um gerð þess, staðsetningu, tæknileg- an rekstur og fjármál, svo og um dýr, sem fyrirhugað er að rækta á búinu. Enn fremur skal fylgja umsókninni umsögn viðkomandi sveitar- og bæjar- stjórnar. Að fengnu áliti veiðistjóra um þessi gögn, tekur landbúnaðarráðuneytið á- kvörðun um viðurkenningu loðdýra- bús. Yiðurkenning ráðuneytisins skal bundin þeim skilyrðum, að loðdýra- rækt hef jist þar ekki, fyrr en gerð þess' er öll í samræmi við fyrrgreindar á- ætlanir, og tryggt sé, að daglegum rekstri loðdýrabúsins veiti forstöðu kunnáttumaður með a. m. k. eins árs reynslu í hirðingu, fóðrun og meðferð dýranna og úttekt hafi farið fram af veiðistjóra eða umboðsmanni hans. Nú er umsókn lögð fram um bygg- ingu loðdýrabús á skipulagsbundnu svæði, og skal þá landbúnaðarráðu- neytið leita umsagnar byggingar- nefndar viðkomandi sveitarfélags um staðsetninguna, áður en byggingar- leyfi er veitt. Eigi má veita leyfi til að stofnsetja minkabú með færri lífdýrum en 250 læðum. Til stækkunar loðdýrabús þarf við- urkenningu landbúnaðarráðuneytis íns, og er óheimilt að nota viðbótar- byggingar eða nýbyggingar, fyrr en úttekt veiðistjóra eða trúnaðarmanns hgii§ hefur farið fram, 15. gr. Loðdýr skulu eingöngu alin og ræktuð hér á landi í sérstaklega út- búnum og vönduðum loðdýrabúum. Fer um gerð loðdýrabúa eftir því, hvaða loðdýr skal í þeim geyma., þannig: A. MINKAR 1. Vírnetsbúr: Minkabúr skal gert úr vírneti, möskvastærð l"xl" nr. 15, með tvö- faldri galvaniseraðri húð. Milli búra skal vera tvöfalt net, möskvastærð ¥2x14", nr. 17, eða %xl", nr. 18. Stærð búranna skal vera a. m. k. 30x40x90 cm. 2. Dýrheldur skáli: Burðargrindur skála skulu gerðar úr steini, málmi eða fúavörðu timbri. Við útreikninga á burðargrind skal reikna með eftirtöldu álagi: Vindálag: 150 kg/m2. Lögunarstuðull: Reikna skal með lög- unarstuðli C samkvæmt sænskum staðli, þar til íslenkur álagsstaðall liggur fyrir samþykktur. Þak skal vera klætt galvaniseruðu bárujárni með gluggum, sem bera góða og jafna birtu. Skála skal reisa á steyptum ramma, sem grafinn er niður fyrir frostmark. Gólf í skálanum skal vera þurrt og vel framræst og með a. m. k. 15 cm malar- eða sandlagi. Gaflar og hurðir skulu vera úr tré eða járni. Ef veggir skála eru ekki með samfelldri klæðningu, skulu þeir vera úr vírneti, sem fest er á grindur þannig að hægt sé að þrífa undan búrunum utan frá með því að opna vírgrindurnar eða lyfta þeim upp. Bil milli skála skal vera a. m. k. 3 metrar. 14§ F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.