Freyr - 01.04.1970, Síða 13
3. Girðing:
Um öll minkabú skal gera dýrhelda,
trausta girðingu til varnar því, að
dýrin sleppi út, svo og til varnar utan-
aðkomandi ónæði. Girðing skal vera
a. m. k. 4 metra frá skálum og mis-
hæðum.
Stólpar í girðingu skulu vera úr fúa-
vörðu tré, steinsteypu eða galvaniser-
uðu járni og grafnir niður fyrir frost-
mark. Hæð þeirra ofan jarðar skal
vera 160 cm. Þrír langbitar úr galvani-
seruðu járni eða vatnsvörðu tré skulu
festir innanvert á stólpana.
Við útreikning á burðarþoli girðing-
ar skal reikna með eftirtöldu álagi:
Vindálag: 150 kg/m2 á álplötu.
Línuálag: 40 kg/lm í 1,35 m hæð frá
jörðu.
Klæða skal grindina að innanverðu
með vírneti eða plötum úr járni.
Klæðning skal ná a. m. k. 40 cm niður
fyrir jarðyfirborð. Á efri brún net-
girðingar skal festur járn- eða alúmín-
renningur 50 cm breiður. Beggja meg-
in við klæðninguna skal fyllt upp með
hraunmöl eða annarri grófgerðri möl
(ekki sandi). Ef snjóalög verði meiri
en 80 cm innan girðingar, skal þegar
fjarlægja snjóinn 1,50 m frá girðing-
unni. Öll umferð um girðingu skal
fara fram um anddyri, sem girðingin
er tengd við beggja megin.
Lokubúnaður göngudyra skal vera
spennugormslokun eða annar álíka,
þannig, að hurð læsist um leið og
henni er sleppt. Dyrum fyrir ökutæki
skal lokað með rennihurðum (bíl-
skúrshurðum) og skulu þær aðeins
opnanlegar innanfrá.
í 17. gr. segir m. a.: Sala minka innan-
lands er því aðeins heimil, að kaup-
andi leggi fram yfirlýsingu veiðistjóra
eða trúnaðarmanns hans um, að loð-
dýrabú það, sem dýrin eiga að flytjast
til, hafi hlotið viðurkenningu land-
búnaðarráðuneytisins.
... Nú óska aðilar, sem heimild hafá
fengið til loðdýraræktunar, að ala
minka af íslenzka villiminkastofnin-
um, og skal þá leita samþykkis veiði-
stjóra um heimild til þess hverju sinni.
íslenzka villiminka má eingöngu ala
og rækta á viðurkenndum loðdýrabú-
um. Þeir, sem veiða mink lifandi í
þessu skyni, eiga ekki rétt til verð-
launa af opinberu fé.
22. gr. Nú sleppa loðdýr úr vörzlu, og
skal þá sá, sem vörzluna annast, þegar
í stað gera gangskör að því að hand-
sama eða veiða dýrin og tilkynna jafn-
framt án tafar hvarfið til veiðistjóra
og viðkomandi lögreglustjóra og varð-
ar sektum til ríkissjóðs 2.000—10.000
kr. ef út af er brugðið.
23. gr. Ef uppvíst verður, að frá loð-
dýrabúi hafi verið krafizt greiðslu
(verðlauna) með framvísun minka-
eða refaskotta eða dauðra hvolpa, sam-
kvæmt lögum um eyðingu refa og
minka, varðar það refsingu að lögum,
sbr. 155. og 248. gr. almennra hegning-
arlaga, og jafnframt réttindamissi til
að starfa við og reka loðdýrabú.
Vafalaust er nauðsynlegt og rétt að setja
strangar reglur um eldi loðdýra, en hvað
sem öllum lögum og reglum líður, verður
þó þyngst á metunum varðandi árangur af
loðdýrarækt, að þeir, sem annast daglegan
rekstur búanna, séu samvizkusamir og hafi
alhliða þekkingu og reynslu í dýraeldinu.
Því verður vart hjá því komizt fyrst í stað
að leita til erlendra manna í þessum efnum.
Um þessar mundir eru allmargir ungir
íslendingar að kynna sér minkarækt er-
lendis; flestir þeirra munu vera á Norður-
löndunum á vegum einhverra samtaka, sem
hyggja á minkarækt hér á næstu árum. Þótt
það sé að sjálfsögðu góður undirbúningur,
þá mun eins árs dvöl á minkabúi vart nægja
til að hafa yfirumsjón á slíku búi hér heima,
F R E Y R
149