Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 14

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 14
Fóðurbíll Laust fyrir síðastliðin jól tók Kaupfélag Rangæinga, á Hvolsvelli í notkun fóðurflutningabíl af Volvogerð, sem útbúinn er til þess að flytja fóður heim til bænda sem búlkvöru. Yfirbygging bílsins er smíðuð á verkstæði Kaup- félagsins og er hún gerð að fyrirsögn Bjarna Helga- sonar, sem þar er yfirsmiður. I bifreið þessari er hægt að flytja 6 tonn af fóðri í einu, en það er þá haft í þeim fjórum hólfum, sem mynda yfirbygginguna. Hægt er tæma hvert hólf fyrir sig og er þvi unnt að hafa fjórar tegundir af fóðri í hverri ferð, ef það þykir henta. Auk fóðurtankanna eru skilyrði til að flytja nokk- uð af öðrum farangri í hólfum við hlið þeirra, m. a. fóður í sekkjum, ef vill. Myndin, sem fylgir hérmeð, gæfi ekki tilefni til að álykta, að hér sé sérlegur fóðurflutningabíll, ef ekki værl auglýsing á hlið hans, sem segir, að þar sé SÍS FÓÐUR. Með loft- þrýstidælu er fóðrinu dælt úr vagninum í fóður- geymslur bænda. með höndum. Það er nauðsynlegt, að hver sá maður, sem kemur til með að hafa yfir- umsjón með höndum, hafi alhliða þekkingu á minkaeldi og góða starfsreynslu. Nú er ákveðið að leyfa ekki starfrækslu minni minkabúa en með 250 læðum og til þeirra þarf 50 karldýr, alls 300 dýr. Hvað kostar að koma upp þessari lágmarksstærð 150 skal ekkert fullyrt um, en víst skiptir kostn- aður nokkrum milljónum króna, og flestir, sem ætla út í minkarækt, munu gera ráð fyrir að hafa margfalt fleiri dýr. Hér eru mikil verðmæti í húfi og því höfuðskilyrði, að menn vandi vel til alls, er við kemur vali, eldi og umhirðu dýranna, ef vel á að takast. F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.