Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1970, Side 15

Freyr - 01.04.1970, Side 15
Af twerju kemur kalið? Mikið er búið að ræða og rita um hið mikla kal á ræktunarlöndum hin síðari ár. Af þessum umræðum og fréttum skilst mér, að kalið sé að verða árvisst um allt land og fari jafnvel vaxandi. Eru það ískyggilegar fréttir, að allt það fjármagn, sem varið hefur verið til ræktunar undanfarna ára- tugi, sé að meira eða minna leyti að verða arðlaust, eða verra en það, þegar við bætist að áburður á þessi lönd fer meira og minna til ónýtis. Ég get ekki trúað því, að þarna sé um að kenna kólnandi tíðarfari, nema aðrar orsak- ir komi til. Kal í túnum og úthaga sá ég mikið eftir frostaveturinn 1918, en ekki til dæmis eftir veturinn 1920 (en þá voru sáð- sléttur lítt þekktar). Þá voru mjög mikil svellalög og tíðar hitabreytingar, ekki ó- svipað tíðarfari undangenginna vetra. Talað hefur verið um lélegt grasfræ og líklega með réttu, en reynsla mín er sú, að 30—40 ára gamlar sáðsléttur og jafnvel gamlir vel grónir grasbalar hafa farið að skila af sér arfaklóm (kalvottur) undanfarin ár. Hvað veldur? Er það of mikil eða skökk áburðarnotkun? Er það óhófleg beit? Eða er það of lítil beit? Eru það þungavélarnar, sem keyrðar eru um landið? Eru það hey- sæti, stór og smá, sem látin eru standa of lengi á túnunum og særa grasrótina? Senni- lega á allt þetta einhvern þátt í kalinu. Ég hef í þessu samandi hvað eftir annað staldrað í huganum við orðin: Sœrð grasrót. Framantalin atriði særa áreiðanlega gras- rótina, en þó er eitt atriði enn ótalið, sem ég hef grun um að sé áhrifaríkast þeirra allra. Það eru hinar svokölluðu hjólmúga- vélar, sem teknar hafa verið almennt í notk- un við heyskapinn undanfarin ár. Þessar vélar eru höfuðþing hvað afköstum og vel- virkni við kemur, og er sárt til þess að hugsa ef þessi góðu verkfæri hafa orðið til þess að bændur, meira og minna um land allt, hafa orðið að horfa á stóran hluta rækt- unarlanda sinna fara í auðn. Þennan grun minn vil ég nú rökstyðja með nokkrum orð- um. Vélar þessar, eða tindahjól þeirra, verða að liggja allnærri, þó sérstaklega er þær raka smágert hey og á ósléttu landi. Óhjá- kvæmilega hlýtur landið að særast meira og minna, minnst á eggsléttu landi, mest verða sárin á ungum sáðsléttum, þar sem grasrótin er ekki fullgróin, en nokkur ár mun það taka (þarf rannsóknar við). Af gamalli reynslu veit ég, að öll sár, sem móð- ir jörð fær, hvort heldur það er eftir torfljá, vélar eða stórgripi, gróa nokkuð samsumars, ef þau tilfalla snemma sumars, og því fyrr því meira. Þar af má draga þá ályktun, að sárin eftir vélarnar valdi minni skemmdum ef þau koma snemma sumars. En hamingjan hjálpi hörundi móður jarðar ef það er urgað í sár síðsumars. Það er skiljanlegt, að frost og misviðri vetrarins eigi greiðari aðgang að hinum særðu rótum og geti riðið þeim að fullu. Ofan í þessi sár er svo borinn ríku- legur áburður, stundum húsdýraáburður, að haustinu og svo tilbúinn áburður að vor- inu. Er þá furða þó í kjölfarið komi arfinn? Til þess hjálpar hinn ríkulegi áburður og allt land opið og hálfopið er fyrr en varir þakið arfa. Tökum dæmi: 1. Ég byggi hesthús á óræktuðu landi. Fyrsta árið sést enginn arfi kringum hús- ið, en eftir nokkur ár er meiri og minni arfi hið næsta við húsið. Traðk (særing á grasrót) og áburður til staðar. 2. Ég sái höfrum eða fóðurkáli í sama blett- inn ár eftir ár. Eftir tvö til þrjú ár er hann undirlagður af arfa. 3. Ég dreg í böndum eða flyt á allþungri vél nokkra tugi heysáta eftir sömu slóðinni, F R E Y R 151

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.