Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 21
RANNSÓKNASTOFNUN
LANDBÚNAÐARINS
Frá fóðureftirlitinu
í Frey tölublaði 19—20 1969 birtist fyrsta
grein frá fóðureftirlitinu, og er þar skýrt
lauslega frá starfsháttum fóðureftirlitsins,
og auk þess eru þar birtar niðurstöður yfir
flest öll þau sýnishorn, sem rannsökuð voru
af fóðureftirlitinu á fyrri helming ársins
1969. í þessu blaði eru birtar niðurstöður af
sýnum þeim, sem rannsökuð voru á síðari
helmingi ársins 1969.
Niðurstöðurnar eru hér birtar í 10 töflum.
Ein taflan er yfir einstakar fóðurtegundir
en hinar 9 eru yfir fóðurblöndur og er þeim
raðað í töflur eftir framleiðendum. Alls eru
hér birtar niðurstöður af 13 einstökum fóð-
urtegundum og 61 fóðurblöndu, þar af 33
íslenzkum og 28 erlendum, sem eru næstum
allar frá Danmörku. Af fóðurblöndunum
eru 19 hænsna- og ungafóðurblöndur, 10
svínafóðurblöndur, 1 hestafóðurblanda og
31 nautgripa- og sauðfjárblanda.
Á hverri fóðurblöndutöflu eru 12 talna-
dálkar. Fjórir þeir fremstu segja til um hvað
framleiðandi eða seljandi fóðursins ábyrgist
að fóðrið innihaldi af eftirfarandi:
1) Fóðureiningum (FE) í 100 kg fóðurs.
2) Grömmum af meltanlegu hrápróteini í
fóðureiningu, venjulega gefið upp í er-
lendu fóðurblöndunum sem % af melt-
anlegu hrápróteini eða % af meltanlegu
hreinpróteini. (15% meltanlegt hrápró-
tein þýðir, að í hverju kg fóðursins séu
150 grömm af meltanlegu hrápróteini).
3) Grömm af kalsíum (Ca) í hverju kg
fóðurs.
4) Grömm af fosfór (P) í hverju kg fóðurs.
í næstu fjóru dálkunum koma svo sam-
svarandi tölur um fóðurblöndurnar, sem
fóðureftirlitið hefur reiknað út, eftir að
efnarannsókn hefur farið fram á sýnum af
fóðurblöndunum. í síðustu fjóru dálkunum
er síðan lýst mismun þeim, sem fram kem-
ur, þegar innihald það, sem framleiðandi
eða seljandi ábyrgist, er dregið frá niður-
stöðum þeim er fóðureftirlitið hefur reiknað
út. Ef neikvæð tala kemur út, þá hefur
fóðurblandan reynzt innihalda minna held-
ur en ábyrgzt var, en sé um jákvæða tölu
að ræða, þá hefur fóðurblandan reynzt inni-
halda meira en ábyrgzt var.
í allmörgum sýnishornum hefur kalsíum
(Ca) og fosfór (P) ekki verið mælt og er
þá ekkert skrifað í tilheyrandi dálka. í ein-
staka tilfellum hefur ekki verið ábyrgzt
neitt magn af kalsíum né fosfór og er þá í
þeim tilfellum einnig eyða. Fóðureftirlitið
tekur stundum til athugunar sýni af fiski-
mjöli og grasmjöli, en sökum þess hve fá
sýni er um að ræða, verða niðurstöður af
þeim rannsóknum ekki birtar hér nú, þar
sem þær gætu haft meiri villandi áhrif held-
ur en gagnleg. Aftur á móti birtist hér yfir-
lit, sem gert hefur verið hjá Rannsókna-
stofnun Fiskiðnaðarins, yfir efnasamsetn-
ingu algengustu fiskmjölstegundanna og
hefur fóðureftirlitið reiknað út fóðureining-
ar í sérhverri tegund, miðað við meðaltals
samsetningu, og bætt því inn á yfirlitið.
í heild er óhætt að segja, að útkoman á
fóðurblöndunum sé nokkuð góð, þ. e. a. s.
fóðurblöndurnar innihéldu alla jafnan
nokkuð meira heldur en ábyrgzt var. Engin
fóðurblanda frá KFK (umboðsaðili: Heild-
verzlun Guðbjörns Guðjónssonar), MUUS
(umboðsaðili: Glóbus hf.), Wessanen (um-
F R E Y R
157