Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1970, Page 33

Freyr - 01.04.1970, Page 33
í tilraunina um það sólarhring eftir að þær báru og hver flokkur fóðraður sér og allt fóður og fóðurafgangur veginn daglega. Ærnar voru fóðraðar inni í 10 daga eftir burðinn, en þá sleppt á tún og hafði hver flokkur aðgang að um 2.5 ha af túni og um 0.5 ha af útjörð. Ærnar fengu töðu eins og þær gátu etið með hinum ákveðna kjarn- fóðurskammti, bæði á innistöðu og eftir að þær komu á túnið. Meltanleikaákvörðun var gerð á sýnishornunum af töðunni og reyndist þurfa 1.6 kg í fóðureiningu. Á innistöðutímabilinu var ánum gefið 2.1 kg af töðu til jafnaðar á dag í hverjum flokki. Ærnar, sem fengu 450 g af fóður- blöndu, átu mest af töðunni, eins og vænta mátti, 2.0 kg á dag að meðaltali og var því fóðureyðsla þeirra 1.70 FE á dag á þessu tímabili. Ærnar í heykögglaflokknum átu til jafnaðar 1.8 kg af töðu á dag og var því fóðureyðsla þeirra 1.81 FE á dag að meðal- tali á innistöðunni. Ærnar, se mfengu 900 g af fóðurblöndu átu einnig 1.8 kg af töðu daglega og var fóðureyðsla þeirra því 2.02 FE á dag á þessu skeiði. Eftir að ánum var sleppt á tún var þeim gefin taða eftir því, hve vel þær átu upp. Meðal-töðugjöfin í 450 g fóðurblönduflokknum var á þessu tímabili 1.40 kg á dag, en til jafnaðar át þessi flokkur mest eins og á innistöðunni 1.2 kg á dag til jafnaðar. Meðal fóðureyðsla í fóðureiningum í þessum flokki var á þessu tímabili því 1.20 FE. Meðaltöðugjöfin í hey- kögglaflokknum á þessu skeiði var 1.3 kg, en ærnar átu til jafnaðar 1.1 kg og samsvar- því daglega fóðureyðslan 1.36 FE í þessum flokki. Ánum, sem fengu 900 g af fóður- blöndu var gefið 1.2 kg af töðu til jafnaðar en þær átu aðeins 1.0 kg að meðaltali og var fóðureyðsla þeirra því 1.52 FE á dag á þessu tímabili að meðaltali. Yfir allt tilrauna- skeiðið, sem stóð frá 13. maí til 9. júní, er tvílembum var sleppt á úthaga, átu ærnar, sem fengu 450 g af fóðurblöndu, 1.5 kg af töðu, en ærnar í heyköggla- og 900 g fóður- blönduflokknum 1.3 kg til jafnaðar á dag. Meðalfóðureyðslan í fóðureiningum á dag, yfir tilraunaskeiðið, var því 1.39 FE í 450 g fóðurblönduflokknum, 1.50 FE í heyköggla- flokknum og 1.71 FE í 900 g fóðurblöndu- flokknum. Tafla I. Meðalþungi tilraunalambanna í fæti, kg Vigtardagur 900 g fóð’urbl. 450 g fóð'urbl. 900 g heyköggl. Yið fæðingu 3.36 3.30 3.35 Við lok innistöðu .. 5.67 5.43 5.52 Við lok túnbeitar 9. júní 8.53 8.28 8.57 Um rúning 14.09 14.04 14.45 1. október 34.22 33.57 32.94 Þar eð tala lamba af sama kyni er nær hinn sama í öllum flokkum verður hér aðeins rætt um bæði kynin sameiginlega. Tafla II. Meðalvaxtarhraði tilraunalambanna, g á dag Bæði kyn Tala lamba............. Á innstöðu............. Á túni til 9. júní..... Frá fæðingu til 9. júní .. Tala lamba við rúning .. Frá 9. júní til rúnings .. Frá fæðingu til rúnings Frá rúningu til 1. okt. .. Frá fæðingu til 1. okt . . 900 g 450 g 900 g fóðurbl. fóðurbl. heyk. 42 41 43 240 226 224 218 218 233 228 221 229 28 39 35 244 242 245 234 232 236 224 213 205 228 220 214 Tafla I sýnir meðalþunga lambanna á fæti í hvert sinn er þau voru vegin, og tafla II sýnir vaxtarhraða þeirra í grömmum á dag á hinum ýmsu skeiðum tilraunarinnar. Á innistöðu-tímabilinu var meðalvaxtar- hraði lambanna af báðum kynjum ívið mestur í þeim flokki, sem fékk 900 g af fóðurblöndu. Eftir að ærnar komu á tún var vaxtar- hraði lamba af báðum kynjum mestur í hey- kögglaflokknum, 233 g á dag til jafnaðar, og var það 15 g meira á dag en í hinum tveim flokkunum, en í þeim minnkaði vaxtarhraði lambanna eftir að ærnar komu á túnið úr innistöðunni, en jókst aftur á móti í hey- F R E Y R 169

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.