Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Síða 34

Freyr - 01.04.1970, Síða 34
kögglaflokknum. Virðist sem ærnar í fóður- blönduflokkunum hafi því ekki fengið full- nægt fóðurþörf sinni á þessu tímabili. Vera má, að landið, sem heykögglaflokk- urinn gekk á, hafi verið eitthvað betra, enda þótt reynt hafi veri að hafa öll hólfin sem líkust með tilliti til sprettu og grasgæða. Yfir gjafatímann, þ. e. frá fæðingu lamb- anna og þar til ánum var sleppt á útjörð, var meðalvaxtarhraði lamba af báðum kynjum því nær hinn sami, 229 g á dag til jafnaðar í þeim flokki, sem fékk 900 g af fóðurblöndu og heykögglaflokknum, en flokkurinn, sem fékk 450 g af fóðurblöndu, hafði aðeins minni vaxtarhraða, eða 221 g á dag til jafnaðar. Frá því að ánum var sleppt á útjörð þann 9. júní, og fram að rúningi 2. júlí, jókst vaxtarhraðinn til muna í öllum flokkum og er hann mestur í öllum flokkum á þessu skeiði. Styður það ennfremur tilgátuna um að ærnar hafi ekki fullnægt fóðurþörf sinni á túninu. Á þessu tímabili var meðalvaxtar- hraði lamba, af báðum kynjum, mjög svo hinn sami í öllum flokkum, um 243 g á dag til jafnaðar. Frá fæðingu til rúnings var meðal-vaxtarhraði lambanna af báðum kynjum einnig mjög svipaður í öllum flokkum, en þó ívið mestur í heyköggla- flokknum. Ánum var sleppt á fjall um viku eftir rúning. Frá rúningi til hausts fer vaxtarhraðinn minnkandi í öllum flokkum, en minnkar mest í heyköggla- flokknum og í þeim flokki, sem ærnar fengu 450 g af fóðurblöndu, sem bendir til þess, að ærnar, sem fengu 900 g af fóðurblöndu, hafi verið betur undir sumarið búnar og haldið betur á sér, en ærnar í hinum flokk- unum. Yfir allt vaxtarskeiðið, 136 daga, uxu lömbin í þeim flokki, sem fékk 900 g af kjarnfóðri, 228 g að meðaltali á dag. Var það aðeins um 8 g meira en lömbin í 450 g flokknum og 14 g meira en lömbin í hey- kögglaf lokknum. * ❖ * Tafla III sýnir meðalsláturafurðir tilrauna- lambanna, þegar þeim var slátrað 2. októ- ber. Lömbin í 900 g fóðurblönduflokknum reyndust 0.6 kg þyngri á fæti en lömbin í 450 g fóðurblönduflokknum og 1.3 kg þyngri en lömbin í heykögglaflokknum og lögðu þau sig með 0.61 og 0.63 kg þyngra falli en lömbin í sömu flokkum í ofangreindri röð. Kjöthlutfall lambanna í 900 g fóðurblöndu- flokknum var 1.23% hærra en lambanna í 450 g fóðurblönduflokknum, en aðeins 0.29% hærra en lambanna í heyköggla- flokknum. Gæruþunginn er mjög svipaður í öllum flokkum, þó aðeins mestur í 450 g fóðurbl. flokknum. Netjuþunginn reyndist minnstur í 450 g fóðurblönduflokknum, en var mjög svipaður í hinum tveim flokkun- um. Gæðamat fallanna var mjög í vil lömb- unum í 900 g fóðurblönduflokknum, 71% þeirra fór í I. flokk á móti 41% í 450 g fóðurblönduflokknum og 46% í heyköggla- flokknum og í II. flokk fóru 21% á móti 44% í 450 g fóðurblönduflokknum og 39% í heykögglaflokknum. í þriðja flokk fóru aðeins 8% lambanna í 900 g fóðurblöndu- flokknum en 15% í heyköggla- og 450 g fóðurblönduflokknum. Til jafnaðar skilaði tvílemban í 900 g fóðurblönduflokknum 1.22 kg meira af dilkakjöti en tvílemban í 450 g fóðurblönduflokknum og 1.26 kg meira en tvílemban, sem fékk 900 g af heykögglum. Tafla III. Meðalsláturafurðir tilraunalambanna BæSi kyn 900 g fóðurbl. 450 g fóðurbl. 900 g heykögglar Tala 38 41 39 Þungi á fæti kg 1. okt 34.2 33.6 32.9 Fall kg 13.37 12.76 12.74 Kjöthlutfall % .. 39.13 37.92 38.84 Gæra kg 3.02 3.04 2.98 Netja kg 0.78 0.67 0.75 Gæðamat 1. fl. % 71 41 46 Gæðamat 2. fl. % 21 44 39 Gæðamat 3. fl. % 8 15 15 170 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.