Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 37

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 37
Tafla VI. Meðalsláturafurðir tilraunalambanna Ekkert Bæði kyn kjarnfóður 250 g fóðurbl. 450 g fóðurbl. Tala 15 16 16 Þungi á fæti kg 1. okt 37,8 41,3 42,1 Fallþungi 15,7 17,2 17,6 Kjöthluftall % .. 41,38 41,74 41,83 Gæra kg 3,3 3,6 3,8 Netja kg 0,91 1,09 1,21 Gæðamat 1. fl. % 93,3 87,5 100,0 Gæðamat 2. fl. % 6,7 12,5 0,0 Gæðamat 3. fl. % 0,0 0,0 0,0 Lömbin í 450 g fóðurblönduflokknum reyndust 0,8 kg þyngri á fæti en lömbin í 250 g fóðurblönduflokknum og 4,3 kg þyngri en lömbin í flokkunum, sem ekkert kjarn- fóður fengu og þau lögðu sig með 0.4 kg og 1,9 kg þyngra falli en lömbin í sömu flokk- um í ofangreindri röð. Kjöthlutfall lamb- anna var hæst í 450 g fóðurblönduflokknum, 0,45% hærra en í töðuflokknum en aðeins 0,09% hærra en í 250 g fóðurblönduflokkn- um. Gæruþunginn er mjög svipaður í báð- um fóðurblönduflokkunum en lömbin í töðuflokknum höfðu 0,5 kg léttari gæru en lömbin í 450 g fóðurblönduflokknum. Netju- þunginn er einnig mestur í 450 g fóður- blönduflokknum og munar þar einnig mestu á honum og töðuflokknum. Öll lömbin í 450 g fóðurblönduflokknum fóru í I. flokk. Aðeins eitt lamb fór í II. flokk í töðuflokknum en tvö í 250 g fóður- blönduflokknum. Ef sama mat er lagt á fóðurkostnað og sláturafurðir og í tilrauninni með tvílemb- urnar kemur í ljós, að verðmæti afurða- aukningar í sláturafurðum að frádregnum fóðurkostnaði í fóðurblönduflokkunum, miðað við flokkinn, sem ekkert kjarnfóður fékk, nemur kr. 138,00 í 450 g fóðurblöndu- flokknum og kr. 134,00 í 250 g fóðurblöndu- flokknum, og ennfremur ef fóðurkostnaður fóðurblönduflokkanna er borinn saman, kemur í ljós, að 200 g aukning í fóðurblönd- um svarar kostnaði og nemur verðmæta- aukningin að frádregnum fóðurkostnaði kr. 13.00. Niðurstöður einnar tilraunar sem þessar- ar má alls ekki taka sem endanlegan árang- ur. Tilraunina þarf að endurtaka í nokkur ár til þess að finna árferðissveiflur. Jafnvel þótt afurðamismunur reynist óraunhæfur hvert ár getur hann heynzt raunhæfur þeg- ar mörg ár eru tekin saman. Ráðsteínur og námskeið Búnaðarhagfræðinámskeið Dagana 19.—21. febrúar var háð í Reykjavík nám- skeið í búnaðarhagfræði, og voru áætlunargerðir þar meginverkefnið. Fundi þess sóttu héraðsráðu- nautar og ýmsir aðrir úr hópi ráðunauta. Til undirbúnings umræðum höfðu forstöðumaður húreikningastofunnar, Ketill Hannesson, og Guð- mundur Sigþórsson, kennari á Hvanneyri, skipulagt forsendurnar og til þess verið mælzt fyrirfram, að héraðsráðunautar mættu með áætlunargerðir, sem síðan yrðu ræddar á fundunum. Þetta er í fyrsta skipti, sem efnt er til ráðstefnu af þessu tagi. Búnaðarfélag íslands veitti ofurlitla fjárhæð til þess að verðlauna beztu áætlanirnar sem héraðs- ráðunautar skiluðu. Voru þrenn verðlaun veitt og hlutu þau: LEIFUR JÓHANNESSON, Stykkisliólmi, I verð- laun. EGILL BJARNASON, Sauðárkróki, II. verðlaun. JÓN HÓLM STEFÁNSSON, Patreksfirði, III. verðlaun. Kalráðstefna Dagana 16.—19. febrúar efndu Búnaðarfélag íslands og kalnefnd sú, sem landbúnaðarráðherra skipaði fyrr í vetur, til ráðstefnu þar sem mættir voru því nær allir þeir, sem vinna að rannsóknum og Ieið- beiningum á sviði lanlbúnaðarins, svo og aðiljar frá Veðurstofu íslands og ýmsir fleiri. Voru þar flutt mörg erindi og umræður urðu miklar um þetta vandamál, sem kal í túnum hefur verið að undan- förnu og hnekkt hefur árangri búskaparins í miklum mæli. Næsta hefti FREYs verður helgað málcfni þessu og þá birt erindi og niðurstöður frá ráðstefnunni. Sæðinganámskeið Námskeið í sæðingu nautgripa, hið fyrsta, sem háð er hér á landi, stóð í Reykjavík dagana 2.—20. marz. Ellefu aðiljar, úr ýmsum hlutum landsins. tóku þátt í námskeiði þessu. Námskeið þetta miðast við notkun djúpfrysts sæðis. F R E Y R 173

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.