Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Síða 5

Freyr - 01.02.1971, Síða 5
Fóðurforði og forðagæzla Það hefur verið á orði liaft, að í engu landi nema ís- landi sé hændum gert að skyldu að telja búfé sitt á haustnóttum og mœla og meta fóðurforða og halda síðan skýrslur yfir allt saman. Þetta er aðeins að litlu leyti rétt. Aðrar þjóðir telja búfé oftar en einu sinni á ári, grannþjóðir okkar við- hafa aðaltalningu að sumri en aukatalningar oftar. Þær mœla og meta einnig uppskeru þótt ekki sé endilega í þeim tilgangi að bera magn hennar saman við þarfir búfjárins vetrarlangt. Það var þó gert á styrjaldarár- unum síðustu vegna þess, að auðsœtt þótti, að bœndur yrðu að búa að því, sem aflað var innanlands, og þess vegna ekki hœgt að setja á annað fóður. Við vorum raunar ekki að safna skýrslum um þessi efni fyrstu 1050 ár Islands byggðar, það er aðeins síðast- liðin 50—60 ár, að þetta hefur verið skipulagt með laga- og reglugerðafyrirmœlum, enda var árangur bú- fjárhalds fyrstu tíu og hálfa öld tilveru íslenzkrar þjóðar sá, að skepnur féllu ef eitthvað bjátaði á með árferði, stundum varð stráfellir og við bar það, að í kjölfar fjárfellis ríkti ófeiti í mannkyninu ef ekki enn verri faraldur. Við höfum því stundað allsherjar forðagæzlu um að- eins hálfa öld og enn hafa ekki allir lært að meta þýð- ingu hennar. 1 ýmsum sveitum eru enn til sveitarstjórnir og fulltrúar þeirra, sem láta sig þessi mál svo litlu varða, að svo virðist sem þeim sé sinnt með hangandi hendi eða kæruleysi, ef ekki hvorutveggja. Ekki vantar þó, að frá sömu aðiljum sé knúð á um lán eða aðstoð þegar í harðbakka slær, svo að bjargað verði frá vá og vanda. Þetta verður naumast á annan veg skilið en þann, að búmenning sé enn ekki komin á það stig, að litið sé á það hagstjórnartæki, sem forðagæzlan virkilega er, í Ijósi þeirra staðreynda, er sannanlega liggja hér til grundvallar. Um áratuqi hefur dyggilega verið unnið að auknum kyngœðum búfjárins og afurðahæfni þess er stóraukin, en sú aukning nýtur sín því aðeins, að nægilegt fóður sé til svo að fóðra megi til afurða samkvæmt meðfædd- um hæfileikum skepnanna, en sumstaðar vill stöðugt bresta á öryggi í þessum efnum, G. FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 3—4 Febrúar 1971. 67. árgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG fSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Utgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Hoimilisfang: PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Askriftarverð kr. 300 árgangurinn Ritstjórn, innheimfa, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200 Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFN I : Fóðurforði og forðagœzla Kjarnfóður — Kraftfóður Matarœði Séð og heyrt í Noregsför Heiðursfélagar Búnaðarfél. íslands. Orðaforði í landbúnaðarhagfrœði Klaufsperra í kúm Árferði 1970 Bindiefni Dýrafita í nœringu fólks Útlönd Prótein úr olíu Molar F R E Y R 57

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.