Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 15
A markaðsstaðnum eru flest þægindi búin skepnum, kaup- endum, seljendum og áhorfend- um. rými, snyrtiskilyrðum, loftgæðum og öðr- um þægindum, sem þarna eru búin. Markaðsdeildin er annar eftirtektarverður liður í stofnun þessari. Nokkrir bændur kaupa aldrei en selja oft skepnur á fæti. Aðrir kaupa oft en selja aldrei. Aðrir bæði kaupa og selja. Fyrir alla er nokkuð að gera á markaðs- staðnum. Þessi deild skiptist í: Stórgripafjósið, Fóðurgeymslur, Gripahúsið og Uppboðssalinn, en að auki er svo veitingastofa fyrir 100 gesti. Svo er sagt, að verzlun með lifandi búfé — markaðir — sé forn venja á Rogalandi. Hér eru þeir haldnir við sérlega hagkvæm ytri skilyrði. Hér eru seldar kynbóta- skepnur og svo er verzlað með venjulegt búfé, sem ræktað er og nytjað á almennan hátt til afurða. Til þess að geta rækt þessa starfsemi á viðeigandi hátt þarf að hafa gott húsnæði og umbúnað svo að skepn- unum líði vel. Og á það skortir ekki á þessum stað. Hér eru fjós og önnur hús fyrir það bú- fé, sem hingað kemur til sölu. Hér er klefi fyrir skepnur, er veikjast á staðnum og hér er búnaður og rými til að ræsta og snyrta þær skepnur, sem síðan er hægt að leiða beint á pall í uppboðssalnum, þar sem allir geta séð þann grip, er falur er hæst- bjóðanda. En ekki er allt selt hæstbjóð- anda á uppboði, einnig selur hönd hendi eins og venjulegt er og þá ýmist eftir lifandi þunga skepnanna, eða eftir öðru samkomulagi, sem verðið er ákveðið. En allir verða að greiða ákveðið giald af hverri skepnu, sem færð er á þennan mark- að, því að auðvitað kostar það nokkuð að standa straum af byggingum, fóðri er nota þarf og svo allri vinnu, er hér að lýtur. Framtak það, er hér um ræðir, hlýtur að vekja sérstaka eftirtekt allra, sem heim- sækja staðinn og skoða og minnast þess, að það er bara eitt á meðal þeirra, sem fé- lagsframtak bænda Noregs hefur reist fyr- ir fjármagn, sem kraftfóðurskatturinn hef- ur skilað í sjóð til þessara og álíka athafna. „Hann skapar hornsteina norskrar hú- menningar og félagsframtaks“ segja bænd- ur þar, sem maður hittir á förnum vegi. G. F R E r R 67

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.