Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1971, Side 17

Freyr - 01.02.1971, Side 17
Orðaforði í iandbúnaðarhagffræði í 3. hefti af Nordisk Jordbrugsforskning árið 1968 birtist orðalisti í landbúnaðar- hagfrœði. Ég hef þýtt lista þennan. Á þýð- inguna hafa litið Ketill Hannesson, Guð- mundur Sigþórsson og Málnefndin, en í henni sátu Jakob Benediktsson, Halldór Halldórsson og Þórhallur Vilmundarson. Við þýðinguna studdist ég við dansk-ís- lenzka orðabók Freysteins Gunnarssonar og fjölritaðan orðalista í hagfrœði o. fl. sem ég fékk hjá Jakob Benediktssyni. Listinn birtist hér ásamt þýddri greinar- gerð sem fylgdi honum. Reykjavík í janúar 1971. Björn S. Stefánsson. Ný tillaga, sem hlotið hefur meðmæli, um sameiginlegan orðaforða Norðurlanda- búa í landbúnaðarhagfræði Hagdeild Félags norrænna búvísinda- manna mælti árið 1950 með sameiginleg- um norrænum orðaforða í landbúnaðar- hagfræði. Meðmælin voru veitt vegna til- lögu, sem fram kom á ráðstefnunni í Hels- inki. Fræðigreinin hefur þroskazt síðan þá. Það var þörf á að endurskoða fyrri orða- lista og bæta um leið við nýjum fræði- orðum. Endurskoðunin var falin þeim Josep Nóu, dr. agr., Sigmund Borgan, Emil Vestergaard Jensen og Antti Máki. Josep Nóu var fyrir þeim. Tillaga þeirra var samþykkt og fékk meðmæli stjórnar hagdeildar Félags nor- rænna búvísindamanna og var lögð fram á fundi deildarinnar á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 1967. Reynslan hefur sýnt að alltaf er mjög erfitt að fá alla til að meðtaka skilgrein- ingarnar alveg. Tillagan er því ekki send til samþykktar félagsmanna, heldur er hún lögð fram og mælt með henni. Til þess að auðvelda samskipti landbún- aðarhagfræðinga á Norðurlöndum mælir stjórnin með því við félagsmenn, að þeir noti þá heitaskipun, sem hér er mælt með. Tillagan er birt að neðan. Osló í desember 1967. Fyrir hagdeild Félags norrænna búvís- indamanna Finn Reisegg Orðaforði og heitaskipan í landbúnaðarhagfræði 1. Framleiðsla og fleira 1.01. Framleiðsla1 (produktion) = öll starfsemi, sem skapar verðmæti; nær bæði yfir tilbúning (1.02) og sölustarfsemi (1.03). 1.02. Tilbúningur (framstállning) = starfsemi, sem skapar verðmæti, þar til kemur að sölustarfseminni. 1.03. Sölustarfsemi (marknadsföring) = geymsla vegna viðskipta, flutningur og sala. 1.04. Framleiðsluföng2 (produktions- medel) = allir útvegir sem lagðir eru til framleiðslunnar (land, byggingar, jarða- bætur, jarðarforði, vélar og tæki, búfé, efniviður, vinna o. fl.). 1.05. Vinna (arbete) = framlag manna til framleiðslunnar. 1 Hugtakið er einnig notað (almennt) í stað orðsins tilbúningur (1.02) og í merkingunni tilbúið magn á tímaeiningu. 2 Hugtakið er oft notað sömu merkingar og fram- leiðsluþættir. F R E Y R 69

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.