Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1971, Qupperneq 18

Freyr - 01.02.1971, Qupperneq 18
1.06. Land (jörð) = land ásamt varan- legri fjárfestingu sem fylgir. 1.07. Jarðabætur (markanlággningar) = ekki varanleg fjárfesting sem tilheyrir landi (1.06) og eyðist ekki á eðlilegu fram- leiðsluskeiði. Auk eiginlegra jarðabóta (framræslu, áveitna, jarðvegskölkunar o. s. frv.) teljast einnig vegir, brýr og girð- ingar (þó ekki bráðabirgðagirðingar sem tyllt er upp) til jarðabóta. 1.08. Jarðarforði (markförrád) = efni og vinna (1.05) sem lagt er í jörð vegna væntanlegrar uppskeru og álitið er að eyðist á eðlilegu framleiðsluskeiði. 1.09. Efnahagsreikningur (balans- rákning) =yfirlit yfir eignir (1.10), skuldir (1.16) og eiginfé (1.17) fyrirtækis á til- tekinni stundu. 1.10. Eignir (tillgángar) = gagnlegir hlutir, réttindi og kröfur sem eru einhvers virði fyrir fyrirtækið, ásamt handbæru fé. Eru færðar á eignahlið efnahagsreiknings (1.09). 1.11. Fastar eignir (anlággningstill- gángar) = eignir (1.10) ætlaðar til varan- legra nota fyrir fyrirtækið eða til meira en eins árs. 1.12. Veltueignir (omsáttningstillgáng- ar) = eignir (1.10) sem nota á aðeins einu sinni í fyrirtækinu, svo sem jarðarforði, birgðir, kröfur, og hlutir (í hlutabréfi) sem ekki eru fastar eignir; einnig handbært fé (í sjóði og gíróreikningi). 1.13. Fasteign (fastighet) = land (1.06) -f skógur í vexti + jarðabætur og útbún- aður vegna garðyrkju-f-byggingar+jarða- bætur (1.07)-j-jarðarforði (1.08)-j-ítök og réttindi sem fylgja fasteigninni. 1.14. Lausar eignir (driftstillgángar) = vélar og áhöld-þbústofn-j-birgðir-|-kröf- ur-f-hlutir í fyrirtækjum sem ekki eru fastar eignir+handbært fé (fé í sjóði, inn- eign í banka- og póstgíróreikningi). 1.15. Skuldir (kapital) = notað í bók- fœrslumáW um allt fjármagn fyrirtækis. 1 Skáletrað af þýt .nda 70 Eru færðar á skuldahlið efnahagsreiknings (1.09). 1.16. Skuldir (frámmande kapital) = fjármagn sem fyrirtækið hefur að láni. 1.17. Eiginfé = samanlagðar eignir (1.10) að frádregnum skuldum. 1.18. Afkastageta (kapacitet) = það sem tiltekinn framleiðsluþáttur (1.04) eða fyrirtæki getur lagt af mörkum við ákveð- in skilyrði. 1.19. Nýting afkastagetu (kapacitets- utnyttjande) = sá hluti afkastagetunnar (1.18) sem notaður er við framleiðsluna (1.01). 1.20. Afköst (effektivitet) = fenginn ár- angur framleiðslu miðað við það sem náðst gæti undir ákveðnum kringumstæðum. 1.21. Framleiðni (produktivitet) = af- köst miðað við ákveðið magn af fram- leiðsluföngum (1.04). Greint er á milli tæknilegrar framleiðni og virðisfram- leiðni. 1.22. Styrkleiki1 i (intensitet) = notkun framleiðsluþáttar á einingu af öðrum framleiðsluþætti (landi, búfé o. s. frv.) til þess að ná árangri í framleiðslu. 1.23. Teygni (elasticitet) = hlutfallsleg breyting á breytistærð deilt með hlutfalls- legri breytingu á annarri breytistærð. 1.24. Landbúnaðarhagfræði (lant- bruksekonomi) = sameiginlegt heiti á hagrænum fræðigreinum á sviði landbún- aðar (rekstrarhagfræði landbúnaðar, markaðsfræði landbúnaðar, stjórnmála- fræði landbúnaðar o. s. frv.) og heiti á yfirlitsefni sem nær yfir þessar greinar. Efnið nær bæði yfir kenningar og notkun landbúnaðarhagfræði, bæði smærri og stærri svið og jöfnum höndum efnahag í jafnvægi og á hreyfingu. 2. Virði 2.01. Markaðsvirði (marknadsvárde) = verðmæti sem tilsvarar markaðsverði. i Upprunalega var styrkleiki notað um notkun framleiðsluþátta á landeiningu. Enn kann að þurfa að nota styrkleikahugtakið í þessari merkingu. F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.