Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 21

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 21
5.06. Hreinn gróði rekanda (företag- arvinst) = mismunur á tekjum fyrirtækis (4.02) og kostnaði (3.02), þegar vextir af eigin fé (1.17) eru reiknaðir eftir venju- legum vaxtafæti og af skuldum (1.16) er reiknað með umsömdum vöxtum (greidd- um eða áföllnum). 5.07. Arðmismunur (förrántningsdiffer- ens, företagarvinst) = mismunur á tekj- um fyrirtækis (4.02) og kostnaði (3.02), þegar allir vextir af öllu fé sem lagt er í fyrirtækið (1.16 og 1.17) eru reiknaðir með venjulegum vaxtafæti. '5.08. Framleiðslukostnaðarpró- senta (produktionskostnadsprocent) = samanlagður tilbúningskostnaður (3.03) í ^prósentu af tekjum (4.02). 5.09. Arðsemishlutfall (lönsamhets- kvot) = skuldlausar aflögur (5.02) deilt með samanlögðum vaxtakröfum fjármagns (1.15)1 og launakröfum rekanda og skyldu- liðs hans. 5.10. Tekjur af fjármagni (kapitaler- sáttning) = vaxtakröfur vegna fjármagns fyrirtækis (1.15)1 margfaldaðar með arð- semishlutfalli (5.09). 5.11. Fj ármagnsteknaprósenta (kapitalersáttningsprocent) = arðsemis- hlutfall (5.09) margfaldað með venjuleg- um vaxtafæti. 5.12. Tekjur af vinnu (arbetsersáttn- ing) = launakröfur rekanda og skylduliðs margfaldaðar með arðsemishlutfalli (5.09). 5.13. Launagreiðslugeta (löneför- mága) = mismunur á tekjum fyrirtækis (4.02) og kostnaði (3.02) að slepptum vinnukostnaði (= skuldlausar aflögur (5. 02) — vaxtakröfur vegna fjárfestingar-1- kostnaður af keyptu vinnuafli). 5.14. Vinnuarður af landbúnaði (arbetsförtjánst frán lantbruk) = saman- lagður hreinn gróði rekanda (5.06)1 og launakröfur bónda og skylduliðs hans. i í Nordisk jordbrugsforskning stendur 1.16, en það hlýtur að vera prentvilla. 5.15. Fjölskyldutek j ur (familiens in- komst2) = tekjur bónda og skylduliðs hans af landbúnaði og af fé sem fest hefur verið í búskap ásamt tekjum af þjón- ustu og annarri atvinnu (= skuld- lausar aflögur — vextir af skuldum — afgjald af jörð -f- tekjur af þjónustu og annarri atvinnu). 5.16. Tekjur bónda (brukarens in- komst2) = tekjur bónda af búskap og fé sem hann hefur fest í búskap (1.17) ásamt tekjum af þjónustu og annarri atvinnu- starfsemi. EFTIRSKFIFT. Þegar ritstjórn FREYs fór þess á leit við Björn Stefánsson, fyrir rúmu ári síðan, að kanna hvort ofangreind erlend orð mundu vera til á íslenzku, tók hann málinu mjög vel og hefur síðan unnið að því að fullgera lista þennan. Er hér á ferðum vandasamt verkefni og eigi vitum vér hvort orð þessi samlagazt öll íslenzkri tungu, en ný orð verðum við að fá yfir fjölda hugtaka. sem eigi hafa fyrr verið á íslenzkri tungu. Fleiri listar annarra fagsviða eru í meðferð en hvenær þeim verður komið á framfæri er óvíst, svona verkefni eru ekki afgreidd í áhlaupum. í því trausti að þessum lista verði vel tekið ber að þakka Birni og öðrum fyrir ágætar undirtektir og vel unnin störf og þess er vænzt að aðrir taki málum þessum vel. Ritstj. > í Danmörku er notaður við útreikning á vinnu- arði (5.14) arðsmismunur (5.07) í stað hreins gróða rekanda (5.06). 2 Það hefði verið betur í samræmi við skilgrein- ingarnar 4.01, 4.02 og 5.02 að nota orðið intákt í stað inkomst. Aths. B. St. F R E Y R 73

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.