Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1971, Side 27

Freyr - 01.02.1971, Side 27
arra alvarlegra klaufsjúkdóma. Vissir al- varlegir klaufkvillar eru á næsta leiti og svo reyndist á Bermuda. Bakteríur eiga greiðan aðgang að vefj- um, sem blætt hefur úr og eru vökva- þrungnir, einkum ef pyogenar og nekrosa- smit er í fjósinu. Er þá hætt við ígerðum og auknum þrautum og vanlíðan. Oftast reynist torvelt að vinna bug á klaufkvill- um af þessu tagi. Lækning Sé hægt að finna frumrætur kvillans er það bezt til þess að viðhafa réttar lækn- ingaaðferðir. Þegar skemmt fóður á sök- ina er þetta auðvelt og eins ef vissar teg- undir fóðurs eru notaðar, sem skepnurnar þola ekki. Erfiðara getur það orðið ef prótein á sökina, því að þá er hætta á, að aðgerðir trufli mjólkurframleiðsluna. Sé um alvarleg tilvik að ræða getur verið um að velja fótlama hámjólkandi skepnu eða meðalnytja kú með heila fætur. Dýralæknar hafa löngum notað þá að- ferð við hófkreppu að „taka hrossum blóð“ og er sú aðferð jafngild í dag og löngum hefur verið, og eins má þá láta blæða svo sem 3—4 lítra úr kúnni og sjá hvort það stoðar. Auðveldari aðferð er að inn- spýta í skepnuna antíhistamíni eða horm- óni úr nýrnahettuberki. Hið síðarnefnda verkar hvort sem er við skyndilega klauf- kreppu eða langvinna (kroniska). Og svo er alltaf ráðlegt að láta skepnuna standa og liggja á mjúkum bás. Mjúkar plast- dýnur hafa verið reyndar og vel má vera að þær séu gagnlegar til þess að flýta lækningu. Sé um langvinna klaufsperru að ræða getur verið ráðlegt að sleppa skepn- unni á beit, ef árstíðin er til þess. Lag- færing klaufanna er sjálfsögð ef þær eru aflagðar t. d. óhæfilega langar. Sé um skyndi-klaufsperru að ræða skal þó gæta varúðar um klaufskurð. Reynslan hefur sýnt, að við slíkar aðgerðir getur kvillinn aukizt og orðið hættulegur. Sunbeanu STEWART SAUÐFJÁRKLIPPUR ★ Kraftmiklar, 130 vött. ★ Fljótvirkar, 1800 snún á mínútu. ★ Þœgilegar, fara vel í hendi. ★ Öruggar í notkun. ★ Góð varahlutaþjónusta. Umboð: HEIMILISTÆKNI SF.f Sœtúni 8, sími 24000. Varahlutaþjónusta: Rafröst, Ingólfsstrœti 8, R. F R E Y R 79

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.