Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1971, Page 30

Freyr - 01.02.1971, Page 30
gekki tií suðlægrar áttar með hlýindum og þurrviðri, er hélzt til mánaðarloka. Luku þá allir heyskap. Október var frekar kaldur haustmánuð- ur. Geldgripir gengu úti fram um miðjan mánuð. Um veturnætur gerði töluverðan snjó. Varð þá víða þröngt í högum, lömb tekin í hús og ám eitthvað gefið. Hélzt svo mánuðinn út. í nóvember voru stillt veður fyrstu 10 daga mánaðarins, en þá gerði tveggja daga norðan krapahríð. Varð þá haglítið og hag- laust hér víða um sveitir. Stóð svo til hins 26. en þá gerði sunnan marahláku, sem stóð í 2 daga og hvarf þá mjög snjór og var autt um í 5 daga. Með desember gekk í norðan bleytuhríð- ar, sem stóðu 6 daga og varð þá aftur víð- ast haglaust. En hinn 7. gekk til sunnan- áttar með miklum hlýindum, allt upp í 12° hita og stóð í 6 daga. Varð sumarautt á láglendi og hreinsaði allan klaka af tún- um. Eftir þetta snérist til hægrar norðan- áttar. En hinn 17. h,lóð niður snjó, einkum þó nær sjónum. iHélzt norðanátt með nokk- urri snjókomu í 3 daga, en gekk þá aftur til sunnanáttar og hvarf snjórinn að mestu. Síðustu viku mánaðarins var logn, oftast léttskýjað og 0° til 6° frost. Óvenjuleg blíða. ☆ Árið 1970 var 5. hafíss og kuldaárið í röð. Vetrarfar var eitt hið allra versta, er menn muna, sökum hagleysis. Annar eins inni- gjafavetur hefir aldrei komið hér á Laxa- mýri í þau 42 ár, sem ég hefi búið hér. Fóðurbætiskaup urðu með allra mesta móti. Bændur reyna að halda í bústofninn í von um að árferði fari batnandi. Kal var stórkostlegt í túnum og heyskapur mjög rýr, en hey verkuðust vel. Kartöflur spruttu mjög illa. Ber urðu mjög með minna móti. Gróðurmagn í útjörð var dræmt. Jafnaðarvigt dilkaskrokka hjá K. í>. varð meira en kílói minni en árið áður eða 13.967 þ. á. en árið áður 15.216 kg. Slátrað var í K.Þ. 3.000 fjár fleira en haustið áður. Er það aðallega minnkun á bústofni, sem er illt. Minna sett á af gimbr- um. Með mesta móti var fargað af naut- gripum. En innlagt mjólkurmagn á árinu var nær 8% meira en árið áður. Það gerir hin mikla gjöf fóðurbætis. Arfi var mjög mikil.1 í túnunum. Hann er raunar nýlegt fyrirbæri, sem hægt væri að skrifa um langt mál, en sem ég sleppi að þessu sinni. ☆ Það sem mest bagar landbúnaðinn hér í héraðinu sem víðar, er hin slæma umhirða og hagnýting búpeningsáburðar. Margir bændur láta hann jafnvel allan fara í læki og ár eða í sjóinn. Þar sem þessu er svona farið, dregur það þann dilk á eftir sér, að taðan verður lélegra fóður, gróðurmoldin tæmist af lífrænum efnum og túnunum verður hættara við kali og í kjölfar þessa verða svo hin gegndarlausu kaup á til- búnum áburði og fóðurbæti. Búnaðarsam- tökin í landinu verða að taka þetta mál til alvarlegrar athugunar og úrbóta. Mann- fæðin á bæjunum á sinn þátt í þessu. En búnaðarfélög sveitanna gætu gengizt fyrir því, að bændur kæmu áburðinum í jörðina með félagsvinnu. Á þessu ári birtist í dönsku búnaðarblaði grein eftir búfræð- ing þar í landi. Þar segir, að dönskum bændum sé orðin ófær leið að halda áfram jarðyrkju sinni með hinni miklu notkun tilbúins áburðar. Gróðurmold öll sé orðin svo fátæk af lífrænum efnum, að upp- skeran sé varhugaverð og nú séu komnir fram í búfénu ýmis konar kvillar, sem stafi af þessu, en sem hljóti að færast yfir á fólkið. Leggur höfundurinn til að afla mjöls úr sjófangi til áburðar og taka upp mó, mala og bera á jörðina. ÍNú hagnýta Danir rækilega allt, sem til fellur á heim- ilunum, tiil áburðar, og þó er svona komið. Þetta er athyglisvert og gott fyrir íslenzka bændur o. fl. að fá þessar fréttir. ☆ 82 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.