Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Síða 35

Freyr - 01.02.1971, Síða 35
STÖÐNUN í LANDBÚNAÐARFRAM- LEIÐSLU 1969 I fyrsta sinn á 12 ára tímabili álti scr ekki slað ncin aukning í samanlagðri landbúnaðar-, sjávar- afurða- og timburframlciðslu heimsins á árinu Í969, fyrst og fremst vegna samdráttar f iðnaðar- löndunum, „þar sem vandamálið cr fremur fólgið í offramleiðslu cn öfugt.“ ' A þróunarsvæðunum í heild var samanlögð fram- leiðsla meiri cn áður sem nam tveimur prósentum, en sú aukning var að vísu minni en árin næst á undan. Þessar upplýsingar og margar fleiri cr að finna í ársyfirliti Matvæla- og Iandbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna (FAO), „The State of Food and Agrieulture 1970“ (SOFA). I»ar sem fólksfjölgunin á þróunarsvæðunum nam 2,7 pró- sentum, er í rauninni um að ræða minnkandi mat- vælaframleiðslu miðað við fólksfjölda. Þetta á þó ekki við um Austur-Asíu. Stöðnunin í heimsframleiðslu matvæla 1969 er þeim mun merkilegri, sem aukningin nam fjórum prósentum 1968 og meðalaukning siðustu tíu ára var nálega þrjú prósent. Landbúnaðarframleiðslan jókst sama og ekkert, en framleiðsla sjávarafurða minnkaði um þrjú prósent. Aðeins timburframleiðslan jókst að ráði eða um tvö prósent, cn aukningin síðustu tíu ár var að meðaltali 1,7 prósenl. LJÓSIR PUNKTAR Þessi bráðabirgða-heildarskýrsla dregur upp ein- hliða og dökka mynd af ástandinu, segja sérfræð- ingar SOFA, cn sé litið nánar á tölur um hin ýmsu svæði og einstök lönd, „koma í ljós ýmsir uppörvandi drættir." Sérfræðingar SOFA henda til dæmis á þann uppörvandi drátt, að framleiðsluaukningin var nú þriðja árið í röð mest í Austur-Asíu, þar sem matvælaástandið hefur verið alvarlegast. Jafnvel þótt sú 4 prósent aukning, sem gert var ráð fyrir, sé einu prósenti minni en árið 1968, er hún samt hærri en meðalaukningin undanl'arin áratug, sem nam 2,0 prósentum. (Síðastnefndu tölurnar ná ekki til Japans, scm er flokkað meðal iðnaðárríkjanna, né heldur til Kina, þaðan sem ekki hafa borizt neinar skýrslur). Enn mikilvægari var sú verulega aukning, sem átti sér stað í Indlandi, en hún nam fimm prósent- um 1969. Einnig önnur lönd, sem hafa orðið að flytja inn matvæil, svo sem Ceylon, Indónesía, Pakistan, Suður-Kórea og Malajsía, hafa náð góð- um árangri með því að leggja sig fram um áð örva og auka kornræktina. Ilrísgrjónaframleiðslan í Austur-Asíu jókst aftur um sex prósent og hveitiframleiðslan um tíu pró- sent, og stafar aukningin fyrst og fremst af því að ræktaðar hafa verið nýjar tegundir korns, sem miklar vonir eru við bundnar. Samanlögð mat- vælaframleiðslan á þessu svæði jókst þó einungis um fjögur próscnt vegna minni aukningar í hús- dýraframleiðslu og samdráttar í bygg- og belg- ávaxtaframleiðslu. KÚAMYKJAN í USA Talið er, að nú séu um 250.000 stórfjós (feedlols) í U. S. A. og mörg þeirra eru í námunda við borgir og bæi. Það segir sig sjálft, að stórar hjarðir naulpenings skila mikilli mykju daglcga og allt árið, en svo hagar víða til, að akrar eru ekki í námunda og þarf þá að flylja mykjuna um lang- vegu. Wisconsin er mesta nautgriparæklarfylkið enda er talið að framleiðsla mykju í því fylki sé um 45 milljónir lesta árlega. Þar um slóðir eru ekkí bæjarlækir til að hleypa í gegn um haugana, enda slikt hvorki leyft né talið æskilegt að cyða þannig dýrmætuin jarðefnum og áburðarefnum. Hinsvegar cr í þessu fylki lagl kapp á að koma áburðinum fljólandi þangað, sem hann cr notaður. Mykjan er þá þynnt með vatni. dælt í tanka síðán og ckið út sem fljótandi áburði, þar sem henni verður ekki dælt um pípukcrfi út á akra í sama ástandi. Fréttin segir, að alls staðar þar, sem áhöfn sé yfir 50 gripir, sé þessi aðferð ódýrust og liag- kvæmust. NORSKA SMJÖRFJALLIÐ ER HORFIÐ Ilm nokkurt skeið fyrir fáum árum var stórt smjörfjall í Noregi sem olli talsverðum áhyggjum því að varðveizla smjörs og rýrnun þess kostar fjármuni — er þjóðartap. Um það bil var neyzla smjörs í Noregi aðeins 9000 lestir um árið. Nú er þessu á annan veg farið'. Nú cr smjörneyzlan þar í landi um 22.000 lestir á ári og síðastliðin 2 ár liefur verið flutt inn smjör frá Finnlandi. Smjörneyzlan nemur nú um 6 kg á mann á ári en samanlögð neyzla smjörs og smjörlikis um 27 kg á mann. Norðmenn borðá því VA sinnum meira smjörlíki en smjör, en smjörlíki í Noregi er 2'A sinnum ódýrara en smjörið. Bæði smjör og smjör- líki er niðurgreitt og er svipaðri fjárhæð af ríkisfé F R E Y R 87

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.