Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1971, Side 36

Freyr - 01.02.1971, Side 36
varið til hvorutveggja, en reiknað á kg er niður- greiðsian á smjörlíki 600 aurar norskir en kr. 3,50 á smjörinu. Eftirtektarvert er að smjörneyzla Norðmanna er er um það bil 2% sinnum meiri en fyrir 10 árum. Þegar smjörfjallið var stærst þótti þar vandi á höndum, en svo var hafist handa um fræðslu og kynningarstarfsemi og auglýsingarathafnir þar sem mælt var með notkun smjörs, þessarar ágætu inn- lendu framleiðslu og mun það, ásamt aukinni kaup- getu fólksins, hafa gert sitt til að nota þessa ágætu og heilnæmu fæðu. ÓGNUN VIÐ SKEPNUR OG GRÓÐUR Það er óyggjandi staðreynd, að ekki aðeins manninum stafar hætta af mengun andrúmslofts- ins, heldur ógnar hún einnig dýrum og plöntum. Hættumörkin eru hins vegar ekki þau sömu fyrir jurtir, dýr og menn. Tilteknar blómategundir, eins og til dæmis Iirönugras, þoia eekki reykþoku. Það gera ekki heldur spínat eða sítrónutré. Baunagrös deyja, ef reykþokan verðnr verulega þétt. Enda þótt menn séu hvarvetna i' heiminum híinir að gera sér grein fyrir hættunum, sem stafa af mengun andrúmeloftsins, geta vísindamenn og fulltrúar ríkisstjórna ekki orðið á eitt sáttir um, hvaða stig mengunar sé heilsuspillandi. Þess vegna hefur Alþjóðaheilgrigðismálastofnunin efnt til fundar í Genf í október 1970 í því skyni að gera tilraun til að samræma sjónarmiðin varðandi veiga- mestu atriðin. (Frá Sameinuðu þjóðunum). SAUÐFÉ ER BETRA EN SLÁTTUVÉLAR Sveitahýlum og húskap í Svíþjóð hefur miðað til hnignunar um síðustu ár og það í miklum mæli. Býlum hefur fækkað stórlega og svo er sagt, að á nokkrum árum hafi verið hætt að nytja um 200.000 ha Iands, sem áður voru akrar. Á þessu Iandi vex nú gras og það sem verra er runna- gróður og illgresi vill taka þar öll völd. Slíkt er talið óviðunandi og þess vegna er Ieitað ráða til að þessi svæði verði ekki í hreinni örtröð. Meðal annars hefur verið ráðið til þess að fara með sláttuvélar um þessi lönd og siá það, sem búfé hefur ekki bitið. Á umræðufundi í Uppsala snemma vetrar s. 1. komu aðiljar upp í ræðustól, sem tjáðu, að sauðfé væri miklu betra til slíkrar landhreinsunar og landbóta en sláttuvélar, enda fer sauðfé nú ört fjölgandi þar í Iandi, og var þar upplýst, að á síðastliðnum 10 árum hafi sauðfjárstofninn þre- faldast, enda sé ekki um að villast, að þar sé sauðfjárbeitin landverndandi og ekkert líklegra betra en kindur í baráttunni við illgresið og óvel- kominn gróður, en þó sé rétt að hreinsa með sláttuvél. 200 MILLJÓN LESTIR AF HRÍSGRJÓNUM Hér eru nokkrlr þættir til samanburðar á árunum 1968 og 1969: — Hrísgrjónaframleiðslan komst í nýtt hámark 1969 með 200 milljón smálestum af hrísgrjónum. Þessi aukning stafaði bæði af gððum veðurskil- yrðum í helztu hrísgrjónaræktarlöndum heims og af áframhaldandi tækniframförum, ekki sízt sífellt meiri útbreiðslu hrísgrjónategunda, sem geta af sér mikla uppskeru. — Hveitiframleiðslan minnkaði um sex prósent. Samdrátturinn var algengastur í iðnaðarlöndum og löndum með miðstýrðum efnahagskerfum, en í Asíu og Rómönsku Ameríku fengu mörg lönd betri hveitiuppskeru en nokkru sinni fyrr. Meðal þeirra voru Indland, Pakistan og Argentína. — Kjötframleiðslan jókst á að gizka um tvö prósent, en meðalaukning síðastliðinn áratug nam fjórum prósentum. — Mjólkurframleiðslan var óbreytt. í Austur- Asíu, Ástralíu og Rómönsku Ameríku jókst hún, en minnkaði að sama skapi í Bandarikjunum, Vestur-Evrópu og Sovétríkjunum. — Sykurframleiðslan jókst um fimm prósent eftir samdrátt 1968. — Framleiðsla sítrusávaxta jókst aftur í nálega öllum Iöndum. — Teframleiðslan jókst um tvö prósent og náði hámarki, þar sem voru 1,1 milljón lestir. — Kaffi- og kakaó-framleiðslan rétti við eftir mikinn samdrátt árið 1968. ÖNNUR VANÞRÓUÐ SVÆÐI í rómönsku Ameríku varð tiltölulega Iítil aukning í samanlagðri landbúnaðarframleiðslunni 1969 eftir Iélega uppskeru 1968. Stórir hlutar álfunnar hafa verið herjaðir af þurrkum síðan 1967. f Mið-Austurlöndum var samanlögð aukning landbúnaðarframleiðslunnar aðeins eitt prósent, og matvælaframleiðslan jókst alls ekki. f Afríku var uppskera mjög mismunandi á hin- um ýmsu svæðum álfunnar, en samdráttur í mat- vælaframleiðslunni, sem virðist nema einu pró- senti, stafar af mjög erfiðum veðurskilyrðum á norðvestanverðri Afríku árið 1969. Samdráttur í matvælaframleiðslu á hvert manns- barn í vanþróuðum löndunum hefur ekki nauð- synlega í för með sér minnkaða matvælaneyzlu, segir í SOFA. Skort má bæta upp með innflutn- ingi eða notkun birgða sem fyrir eru. En í skýrsl- unni segir þó: „Þær upplýsingar, sem liggja fyrir, undirstrika hve erfitt matvælaástandið er í van- þróuðu löndunum og hve mikilvægt er að ríkis- stjórnir haldi stöðugt áfram að taka þátt í að leysa það.“ 88 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.