Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1971, Page 38

Freyr - 01.02.1971, Page 38
Af A R Búnaðarþing ársins 1971 verður sett í Bændahiillinni mánu- daginn þann 22. febrúar kl. 10 fyrir hádegi. Hringbindi til þess að festa inn skýrslur um árangur verk- færaprófana hjá Bútæknideildinni á Hvanneyri, fást enn bæði á Hvanneyri og hjá Búnaðarfélagi Islands. Hvert bindi kostar 105 krónur plús póst- kröfugjald. Metuppskera er sögð hafa verið í Rússlandi á síðasta sumri. Kornuppskera kvað hafa numið 180 milljónum lesta og þar af 80 milljónir hveiti. Næstmesta upp- skera hefur verið árið 1966 en þá var hún 171,6 milljónir lesta. í Noregi hefur nýlega verið gert yfirlit yfir mengun lands og vatna í sveitum. Svo sem kunnugt er skal forðast að láta afrennsli frá votheyshlöðum renna í læki og ár því að sá lögur eyðir súrefni vatns- ins. Við rannsóknir á mengun af þeim sökum komust menn að raun um, að frárennsli frá vot- heyshlöðum í Noregi nemur 800 þúsund lestum af pressuvökva á ári, en votheysverkun er mjög útbreidd í Noregi sem kunnugt er. Umræddur pressuvökvi er raunar áburður á graslendi ef hann er notaður í hæfiiegu magni. Félagsblað bændanna í Svíaríki sagði frá því laust fyrir nýárið, að kynbótastarfið bæri miklu betri árangur þar sem kýr eru gervisæddar en þar sem venjulegt nauta- hald er. í Svíþjóð eru 85% kúnna nú á spjaldskrám sæðingarstöðva, þær, sem eru í eftirlitsfélögunum. Afurðir þeirra voru á árinu 1968—69 að meðaltali 5.247 kg 4% mjólk eða 377 kg hærri meðalnyt en hjá þeim kúm, sem ekki voru gervisæddar. Sæðingartollur er þar nú 50 sænskar krónur en það eru 850 íslenzkar. Hreyfing hans til hækkunar að undanförnu hefur verið sem næst í sama hlut- falli og verðhækkun mjólkurinnar. Fregn frá Japan getur þess, að dr. Yu Herayama, vísindamaður við krabbameinsrannsóknarstofnunina í Tokyo, hafi komist að raun um, að þeim sé ekki hætt við krabba í maga, sem neyta mjólkur reglulega. Ærið tilefni Kona nokkur kom inn á skrifstofu lögmanns og bað um aðstað til þess að skilja við mann sinn. — Og hver er nú ástæðan til þess að þú vilt fá skilnað? spurði hann. — Ég held áreiðanlega að hann sé mér ótrúr. — Já, sú ástæða er nú algeng saga, en er það ekkert annað, sem þú hefur fram að færa? — Jú, ég hef fulla ástæðu til að álíta, að hann sé ekki faðir yngsta barnsins míns. hefur verð á próteini stöðugt verið hækk- andi, einmitt vegna hins mikla skorts á vörunni. BP vinnur ekki að þessu alveg út í blá- inn. Áður hafa vísindamenn komizt að raun um, að þetta er vel hægt, spurningin er bara hvað það muni kosta. Svo langt hafa menn komizt í þessum efnum, að olíu- prótein hefur verið prófað til þess að fóðra svín með því og m. a. má þar nefna, að Norðmenn hafa reynt það í samanburðar- tilraunum með grísi. Tveir grísir voru fóðraðir með slíku próteini frá BP og til- gangurinn var að kanna hvort fleskið hefði annað bragð en þegar venjulegt fóð- urprótein er notað. Þegar til kom var eng- an mismun hægt að finna. Og svo virtist sem vöxtur og eðli allt væri eins og hjá öðrum grísum. Heimurinn bíður með eftir- væntingu eftir því, að viðleitni í þessa átt beri tilætlaðan árangur. Hver veit nema við fáum bráðum BP-kraftfóður í hlöðuna? 90 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.