Freyr - 01.12.1972, Side 8
oftast gjört, við ahyggjur, hættur og ör-
yggisleysi í margs konar myndum. Þeir
rýna út í myrka nóttina, um leið og þeir
ylja sér umhverfis varðeldinn. Aldrei mega
þeir vera varbúnir utanaðkomandi hœtt-
um, sem að hjörðinni steðja, því að vargar
og ræningjar liggja í leynum og bíða færis
að hremma sauði hjarðarinnar.
En skyndilega er kyrrð næturinnar rofin,
og á augabragði er bjart sem á alskœrum
sumardegi. Himneskur boðberi birtist, og
erindi hans er stutt og einfalt, þetta: Verið
óhrœddir, fagnið, frelsarinn er fæddur. Og
þá gerist jólaundrið, áhyggjur hirðanna
hjöðnuðu sem dögg í skini sólar, en fögn-
uður gagntók þá og lœsti sig um hverja
taug. Hin niðdimma nótt í sálum þeirra
var vikin fyrir skínandi degi. Og þeir héldu
rakleitt til Betlehem til þess að veita kon-
unginum nýfædda lotningu sína. Hann
hafði eignast vöggu í sálum þeirra þessa
nótt, þeim var frelsari fæddur.
* * *
Kristur grípur iðulega til líkinga úr
hjarðlífinu, og líkir sjálfum sér til dæmis
við góða hirðinn, er leggur líf sitt í söl-
urnar fyrir sauðina og kœrleika Guðs til
allra manna lýsir hann vel í dœmisögunni
um týnda sauðinn. Með allt þetta % huga
virðast því fáir hafa verið betur til þess
fallnir en hjarðmennirnir til að meðtaka
fyrstir boðskapinn dýrðlega um fœðingu
Guðssonarins, þessa einlæga vinar hinna
fátæku og hógvœru, enda stóð ekki á við-
brögðum þeirra. Þeir skunduðu af stað að
leita frelsarans nýfædda.
Við höfum nú um hríð skoðað þann at-
burð, er tíðahvörfum olli í mannheimi.
Það er auðvelt að sjá hann í anda með
hjálp hrífandi, myndrœnnar frásagnar úr
Biblíunni. Það er auðvelt að hrífast sem
skoðandi af látleysi hans, fegurð og ein-
faldleik.
Hjarðmaðurinn sá í minnsta blaði blóms
skapandi mátt Guðs síns, þýður vindblær-
inn varð honum sem kærleiksandvarp æðri
heima og vermandi geislar sólar sem mjúk
hönd Guðs léki fingrum um sköpunarverk-
ið. Þannig öðlaðist búmaðurinn af blómi
jarðar smáu vitund um Guð sinn, einlœga
Guðstrú í sál og hið órjúfanlega trúnaðar
samband hans við hjörðina varð honum
táknmynd þess, hversu samfélag Guðs og
manna ætti að vera.
Þú getur hrifizt af fögru listaverki á
sýningu eða fallegu sviðsatriði í leikhúsi,
en hrifningin hjaðnar von bráðar og dvín
og hversdagsleikinn tekur við á ný. Og
þannig er um atburði jólaguðsspjallsins.
„Fjárhirðum fluttu, fyrst þann söng
Guðs englar.“ Fagnaðartíðindin voru ekki
flutt hirðunum einum, ekki ákveðnum
hópum manna eða stétta á vissum tíma-
bilum, heldur er fögnuður jólanna boðaður
öllum lýðnum, öllum mönnum um víða
veröld, einnig þér og mér. Þú ert einnig
staddur á þínum Betlehemsvöllum. Þú
hefur skyldum að gegna eins og hirðarnir
forðum, átt þína hjörð að annast og gæta.
Ef til vill átt þú við áhyggjur og erfið-
leika að etja og kannski hefur sorgin sótt
þig heim. Að þér sœkja einnig hættur,
freistinga og synda í varhugaverðri veröld
illsku og margs kyns ógna, og öll erum við
vigð forgengileika og fallvelti lífsins. Já,
það er í mörgum skilningi dimm nótt,
einnig á þínurn Betlehemsvöllum, dimmt
fyrir innri sjónum þínum.
Jólaundrið hefur gerzt á öllum öldum í
lífi milljóna manna, er eignuðust innri
fögnuð trúarinnar, upplifðu jólaviðburð-
inn í eigin sál. Bið þess að undrið gerist
einnig í þinni sál. Bið hljóður á Betle-
hemsvöllum þínum eftir jólanóttunni góðu,
og vertu ekki áhorfandi að því sem þar
fer fram, heldur reyndu með Guðs hjálp
að öðlast hlutdeild í fagnaðarboðskapn-
um, sem felst i orðunum: Yður er í dag
frelsari fœddur.
Gleðileg jól!
í frelsarans nafni.
464
F R E Y R