Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 10

Freyr - 01.12.1972, Page 10
í Setesdal hefur ávallt ríkt forn og fastheldin menning og þar hafa löngum húið sögufróðir menn. Ættfræði og atburðasaga hefur verið sterkur þátt- ur í ívafi lífsins og kempumenni, eins og þetta, sem myndin sýnir, verið þar mörg. Bóndi kemur hér tii dyra í hversdagsflíkum. var treystur með virkilegum menningar- atriðum. Þeim var einatt tryggður mögu- leiki til þess að kynna sér menningarlíf og athafnir fólks í öðrum löndum. * * * Tímar komu. Ár og aldir liðu. Landið skiptist á fleiri hendur. Ríki og kirkja eignuðuzt lönd og lendur, en á því landi bjuggu einnig bændur. Á sautjándu öld- inni fóru örir menningarstraumar um lönd Evrópuþjóða. Prentlistin studdi þá og hraðstreymi menningarþátta var mikið langt til norðurs. Embættismenn skráðu frásagnir, sem áður höfðu gengið frá manni til manns í tungutaki. Þeir sáu frelsi, athafnir og stolt bændastéttarinnar og hjálpuðu til að kynna athafnir hennar og menningu. Þá þótti í frásögur færandi, að bændur mál- uðu gluggagrindur í húsum sínum og gler- rúður voru þar jafnsnemma og hjá efna- mönnum bæjanna, sem höfðu viðskipta- sambönd sín langt í suðri. En þegar þar kom, að ágjarnir embætt- ismenn vildu sniðganga gildandi lög og beita ofbeldi, tókst það einatt þegar smæl- ingjar áttu í hlut, en þar var harðfylgi og sterkri andstöðu að mæta, er ganga skyldi á hlut stoltra og stórætta bænda. Um þetta sagði danskur embættismaður á sextándu öld er bændur létu ekki beygja sig and- stöðulaust: „Bændurnir hafa löngum verið stífir, þráir, sjálfráðir, mikillátir, óbilgjam- ir og uppvöðslusamir, og það eru þeir enn á ýmsum landssvæðum, allt frá fjöru til fjalls, fastheldnir á fornar venjur og nærri lætur að þeir séu að fornum hætti hneigðastir til að vega presta og biskupa, fógeta og umboðs- menn.“ Þegar gengið skyldi á hlut bænda létu þeir hart mæta hörðu, um það þarf ekki að efast, en frásögn embættismanna hefur vafalaust verið hlutdræg. Bændur vildu 466 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.