Freyr - 01.12.1972, Side 22
Drykkjarhorn þetta er talið
vera frá aldamótunum 1400.
Það er á Sandvigs safni á Litla
Hamri. Sagan segir, að huldu-
kona haíi beðið mann að drekka
af því, en hann brá hcndi aftur
fyrir bak og lét ómynnisdrykk-
inn renna úr og kom svo með
hornið heim í Lo. Hún ætlaði
að seiðmagna piltinn og fá hann
í hulduheim með sér, en ef svo
hefði farið mundi hvorki piltur
né hornið nckkru sinni ba'a
komizt til mannheima. Og veg-
legt cr hornlð.
til þess að spila fyrir dansi var harpan hið
forna hljóðfæri en fiðlan síðar. Valt á
miklu að strengir væru stroknir til unaðar
öllum heyrendum og því til þess kjörnir
frægir fiðlarar, sem þannig urðu fastir
gestir til slíkra hlutverka, jafnvel heilan
mannsaldur. í broddi fylkingar í brúðar-
göngunni gekk fiðlarinn líka og var hann
því mikilsverð persóna við hverja brúðar-
för.
Þjóðtrú og hulduheimar.
Það geta varla talist nokkur undur, að
þjóðtrú, hættir, siðir og venjur í hinum
ýmsu hlutum hins víðlenda Noregs, hafa
um allar aldir verið breytileg fyrirbæri á
ýmsum skeiðum. Fólkið hefur trúað á sína
guði, á fyrirbæri umhverfisins og náttúr-
unnar og á mátt sinn og megin, rétt eins
og gerðist með ýmsa þeirra, sem tli íslands
réðuzt á söguöld, víkingaöld og á öllum
öðrum tímum.
Þursar bjuggu í björgum, og álfar í hól-
um og steinum og nykur í vötnum, góðir
og illir vættir hvarvetna.
Trúin virðist eiga dýpri rætur í mann-
legu eðli en flestir aðrir eiginleikar. Ýmsir
kraftar í náttúrunni voru ekki aðeins
voldugir heldur og vingjarnlegir eða ill-
vígir eftir því hvern hug manneðlið bar
til þeirra. Sólguðinn var dýrkaður og ekki
að ástæðulausu, því að á norðlægri slóð
voru bæði myrkur og kuldi óvinir mann-
kynsins og þá gat sólin og máttur hennar
gert brottræka.
Það var því eðlilegt og sjálfsagt að
blíðka sólguðinn og það var gert með því
að offra einhverju góðu á altari hans.
478
F R E Y R