Freyr - 01.12.1972, Síða 23
Málverk þetta, eftir Adolph
Tidemand, er frá 1848. Það er
af barni, sem hrjáð er af sjúk-
leika, sem þjóðtrúin áleit stafa
af gjörningum, það gerðist oft
og ekki sízt þegar um beinkröm
var að ræða.
Læknar höfðu engin ráð því
að um slíkt stóð ekkert í
lækningabókum. En seiðkonan
reyrtdi að hjálpa. Hún tók skál,
lét vatn renna í hana, stakk
síðan stoppnál í gegn um brauð-
hieif, í gegn um gatið hellti hún
bræddu b’ýi, og þegar það rann
í vatnið varð gufugos, það átti
að huga veikindavaldinn.
Á myrkum árstímum gengu menn á há-
fjöll til þess að heilsa sólinni. í myrkrum
var margt hulið og eðlilegt var að leitast
við að halda vættum myrkranna í fjar-
lægð, og þá var gott að fá mánaskin eða
stjörnuljós til þess að minnka veldi myrkr-
anna í umhverfi og með innra manni. Það
var því sjálfsagt að taka ofan fyrir nýju
tungli er það sýndi sig í fyrsta sinn, og
við tunglkomur og kvartilaskipti var eðli-
legt að haga háttum öllum til hagræðis
fyrir tilveruna. Máninn spáði fyrir veður-
fari. Það var öruggast að gifta sig með
vaxandi tungli, þá gekk flest að óskum.
Allt, sem skyldi eflast og vaxa var sjálf-
sagt að hefja með vaxandi tungli.
Stjörnuspá nútímans er ekkert nýtt
fyrirbæri. Stjörnurnar voru mikilvægir
hornsteinar í tilveru fólksins. Himinhnett-
irnir voru óaðskiljanlegir aðiljar í allri
tilveru einstaklinga og fjöldans, eins og
þrumur og eldingar voru máttarvöld, sem
betra var að eiga vinfengi við en að hafa
til óvinafagnaðar.
Fólk trúði á „þrumusteina“ sem sumir
bændur nefndu „lausnarsteina“ en lausn-
arsteinar höfðu yfirnáttúrlegan kraft.
Ljósmæður litu þá og notuðu sem helga
hluti.
.... Eldurinn var líka yfirnáttúruleg vera
í mannheimum. Fólk trúði á hann rétt eins
og sólina. Það var viss leið til aukinnar
heilbrigði að slá eld yfir manni eða lík-
arrtshluta, sem hrjáður var eða veikur,
einkum ef um sýnilega kvilla var að ræða.
svo sem húðkvilla. Nauðeldar voru tendr-
aðir í sama tilgangi. Vissar lindir voru
heilsubrunnar með yfirnáttúrlegum eigin-
leikum. Tröll og risar í fjöllum og fellum,
hnjúkum og hellum, voru öllum mannleg-
um mætti yfirsterkari og gátu gert undur
og þá var miklu betra að hafa að hollvætti
F R E Y R
479