Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 30

Freyr - 01.12.1972, Page 30
arhús 61, samtals 29.716 m3. Byggð voru fjós fyrir 1299 gripi, fjárhús fyrir 14220 kindur, hænsna og svínahús ca. 3000 m3 og verkfærageymslur og hesthús 22000 m3. Kostnaðarverð þessara framkvæmda má á- ætla ca Kr. 130.685.000. Engar skýrslur eru til um hagagirðingar, því þær hafa ekki verið mældar. Út á íbúðabyggingar 1971 hefur Landnámið veitt styrk sem nemur Kr. 4.791.000. Dæmið lítur þá þannig út að bændur landsins, sem telja má um 5000, hafa fjárfest í umbótum samtals Kr. 585.166.000,— eða að meðaltali á bónda Kr. 117.133,—. Ef miðað er við styrkhæfar framkvæmdir, hafa aðeins ca 2/3 bænda fjárfest í umbótum á árinu 1971. Ríkisframlagið út á umbætur, sem að kostnaðarverði munu nema ca 585.166.000 króna, verður, eins og að framan er greint, samtals Kr. 135.098.961 eða ca 23%. Framlag ríkisins er mjög mismunandi eftir tegund umbótanna. Langmest er það á framræslu, þ. e. vélgrafna skurði og plóg- ræsi, þar er það 70% af kostnaði. Næst kemur nýræktin, en þar hefur það numið ca 37% af kostnaði, á býli sem hafa minna en 25 ha tún. Á girðingar um ræktað land tæplega 20% og stórum minna á aðrar um- bætur, nema súgþurrkunarkerfin, á þau er allhár styrkur. Ef til vill finnst ýmsum bændur njóta of mikilla styrkja til umbóta á sínum eignajörðum, en ef málið er skoð- að ofan í kjölinn eru styrkir til landbóta sízt of háir heldur hið gagnstæða. Landbúnaður er með hverri þjóð nauð- synlegur undirstöðuatvinnuvegur, og vegna þess að iðnaðar- og þjónustustéttirnar geta ávalt velt byrðum sínum yfir á undirstöðu- atvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg, verður endirinn ávalt sá, að bóndinn getur aldrei fengið endurgreitt að fullu það fé, sem hann leggur í jörð sína. En ánægjan af því að bæta jörð sína og prýða á alla lund, veldur því að bóndinn gerir sig á- nægðan með það að heimta aldrei sín dag- laun að kvöldi, og að leiðarlokum mun hann leggjast ánægðastur til hvíldar í mold síns föðurlands, svo fremi að hann hafi látið mörg strá vaxa þar sem áður óx eitt. Þýðingarmestu jarðabæturnar eru vitan- lega framræslan og nýræktin. Vel fram- ræst votlendi gefur af sér margfallt gras bæði að gæðum og magni, þó ekki sé lagt í neinn jarðvinnslukostnað annan en fram- ræsluna. Austur- og Vestur-Landeyjahreppar eru þar gleggsta dæmið. Ef þess þarf með eru vitanlega möguleikar að dreifa áburði á slíkt land til að auka uppskeruna. Fróðlegt er að sjá hvað okkur miðar á- fram í þessum efnum og skulu hér tekin 4 síðustu árin. 1968 eru vélgrafnir skurðir 1.660.283 lengdarmetrar. 1969 eru vélgrafnir skurðir 1.066.867 lengdarmetrar. 1970 eru vélgrafnir skurðir 1.199.702 lengdarmetrar. 1971 eru vélgrafnir skurðir 1.269.501 lengdarmetrar. Meðalt. síðustu 4 ára er því 1.299.088 lengdarmetrar. Ég tek hér lengdarmetrana en ekki ten- ingsmetrana því nú er nokkuð byrjað á því að hreinsa gamla skurði, og er þá upp- gröfturinn talinn með í teningsmetrum, en lengdarmetrarnir ekki. Ekkert liggur fyrir um það hvað margir ha eru þurrkaðir til hagaræktar með framræslu. Hin svonefndu plógræsi eru nýkomin til sögunnar og hafa gefizt með ágætum þar sem mór er í jörðu, en nýtast ekki í lausum jarðvegi. Árið 1968 voru grafnir 6.797.823 m í plógræsum Árið 1969 voru grafnir 4.821.180 m í plógræsum Árið 1970 voru grafnir 4.992.216 m í plógræsum Árið 1971 voru grafnir 6.749.600 m í plógræsum eða að meðaltali 5.840.205 m á ári. Nýrækt fjögurra síðustu ára hefur reynzt þannig: árið 1968 var nýræktin 5.163 ha árið 1969 var nýræktin 4.127 ha árið 1970 var nýræktin 3.248 ha árið 1971 var nýræktin 3.681 ha Meðaltalsnýrækt fjögurra síðustu ára er 4.055 ha á ári. 486 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.