Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 31

Freyr - 01.12.1972, Page 31
Það getur varla orkað tvímælis, að það hlýtur að vera til hagræðis fyrir alla bændur, sem nota verulegt magn af kraft- fóðri, að fá það heim til sín sem lausa vöru. Fóðurvöruverzlanir okkar eygðu strax þetta viðhorf eftir að byrjað var að flytja fóður laust með skipum og einkum eftir að farið var að vöggla blöndurnar. Voru þá fengnir búlkbílar og þeir hafa síðan verið í notkun í vaxandi mæli. Hinsvegar er það víst, að sá aðbúnaður, sem bændur hafa almennt, er mjög mis- jafnlega til þess kjörinn að taka á móti lausu fóðri. Það er virkilega verksvið, sem til bóta þarf að ráða og það sem fyrst. Fyrst í stað getur naumast verið ráðlegt að byggja síló, sem eru alveg utan húss. Þó má vera að í framtíðinni verði þannig um búið, en látum reynsluna kenna okkur fyrst hvern- ig þar skal unnið. Innan húss er auðvelt að gera ódýr síló fyrir kraftfóðrið og að því ætti víðast að stefna í fyrstu lotu. Reynsla annarra getur komið hér að nokkru liði, ef menn vilja kynna sér hana og notfæra. Við höfum ekki ólíka aðstöðu því, er víða gerist vestan fjalls í Noregi. Er því ekki ófróðlegt að endursegja hér viðhorf frá þeirri slóð, nokkuð, sem birtist í tímaritinu „VESTLANDSK LAND- BRUK“ fyrir skömmu. Þar segir meðal annars: Við afgreiðslu fóðurs í búlk fáum við af- slátt á verði, er nemur 80 aurum á 100 kg (þ.e. um 100 ísl. kr. á tonn). Og svo er það auðvitað fóður allt saman, engir pokar, sem annars eru reiknaðir til fóðurs, um það bil V2 kg hver poki, en það gerir 10— 12 kg á tonn eftir því hvort í hverjum poka eru 40 eða 50 kg. Auka afsláttur á fóðurverði er að venju gefinn þegar mikið magn er keypt i einu. Það fer eftir vegalengdum frá verzlun- arstað til neytenda hvar borgar sig að kaupa laust fóður og hve stór sílóin skulu vera, en yfirleitt má segja, að síló, sem rúmar 5,5 tonn af fóðri, þurfi að vera um 13 ms, og sú stærð er ágœt, en til greina kemur að þau séu minni og þá gjarnan tvö ef það þykir betur henta. Viðleitni er í gangi um að framleiða fóð- ursíló úr plasti en til þessa hafa þau síló verið ódýrust, sem gerð hafa verið úr timbri, klædd innan með spónaplötum. Mest hefur nýræktin farið í rúma 6 þús. ha og verður því að teljast frekar um afturför að ræða. Er illt til þess að vita, því ræktun okkar er allt of skammt komin enn, þar sem nauðsynlegt er að beita sauð- fé og kúm meira og minna á ræktað land. Túnin munu nú vera í kringum 120 þús. ha á öllu landinu, en þyrftu áreiðanlega að verða helmingi stærri, miðað við núver- andi bústofn. Gróðurfræðingar okkar telja að um of- beit sé að ræða á stórum hluta landsins. Þá ofbeit lagar maður ekki nema með ræktun og aukinni beit á ræktað land. Eins og að undanförnu eru framkvæmd- irnar mestar á Suðurlandsundirlendinu, einkum í Rangárvallasýslu. Þá skal ekki rætt fleira um þessi mál að sinni og óska ég búandmönnum og öðrum íslendingum árs og friðar. F R E Y R 487

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.