Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1972, Qupperneq 45

Freyr - 01.12.1972, Qupperneq 45
umst við neitt á ferðinni.1 En við áttum eftir að vera herbergisfélagar um veturinn, ásamt Guðjóni og Guðmundi frá Selabóli. jJ: sjí sjc Ég var að lýsa vistarverunni í lestinni á Vestu gömlu, í okt. 1912. Hvassviðri og sjógangur mikill var í Faxaflóa. Ég vakti, enda sjóveikur. A lestarlúgunni, sem var dálítið upphækkuð, var stór kassi, og virt- ist eftir laginu, að hann hefði að geyma allstórt hljóðfæri. Sé ég þá að kassinn tekur að hreyfast í einni veltunni, í þá átt sem maður einn hafði búið sér ból við lestarlúguna. Ég var sem lamaður og kom engu hljóði upp, til að vara manninn við hættunni, en rétt þegar kassinn er kominn á rönd skýst maðurinn úr fletinu. I sömu andránni lendir þessi stóri kassi í bæli mannsins og hefði líklega orðið hans bani, 1 Eftir að skóla lauk vorið 1913, sáumst við ekki fyrr en vorið 1931. Þá var S'igurður orðinn þekktur söngvari og kom hingað til Vestfjarða og söng víða í kauptúnunum, m. a. í Þingeyrarkirkju og hreif huga og hjörtu áheyrenda sinna. Hann gisti hjá mér og reiddi ég hann og fy’gdi honum til Ön- undarfjarðar. Á næsta bæ, Gemlufalli, var öldruð kona, rúm- liggjandi en fluggreind og skáldmælt. Hún hafði frétt af söng Sigurðar á Þingeyri, m. a. að hann söng sálm Hallgríms ,,Víst ertu Jesús kóngur klár“ og var þetta nýendurheimta lag í allra huga, sem heyrðu það á Alþingishátíðinni árið áður. Kristín á Gemlufalli bað mig að orða það við Sigurð að hana langaði til að heyra hann syngja þetta dá- samlega lag. Varð ég við þeim tilmælum, þó mér findist varla von að hann yrði við beiðni gömlu konunnar, en Sigurður tók því vel og fórum við upp á loft til gömlu konunnar og þar söng hann í baðstofunni undirleikslaust og hljómaði það merkilega vel, en svo stóð á, að verið var að þvo baðstofuna og var búið að bera rúmin og allt laust út, nema rúm gömlu konunnar. Kristín þakk- aði honum með tárin í augunum. Ég þakkaði hon- um einnig út á hlaði, fyrir að láta þetta eftir okkur. Honum varð þá á orði: „Það er ekki of gott, hafi Guð gefið manni eitthvað, þó að maður láti aðra njóta þess“. Mér þótti svarið svo drengi- legt, að það gleymist ekki. Síðan minnist ég Sig- urðar ævinlega með þakklátum huga, virðingu og hlýleika. Gamla „Skökk' og pakkhúsið, Borgarnesi. ef hann hefði ekki séð hvað verða vildi og skotist undan. Annars fór furðu vel um okkur þarna, eftir því sem við var að búast, enda gerðu ferðamenn þá allt aðrar kröfur til þæginda á ferðalögum, en síðar varð. Einu verð ég þó að bæta við um það, er fyrir augum bar á Vestu gömlu. Fyrsti vélstjórinn, danskur eins og aðrir af áhöfn skipsins, er sá stærsti og ferlegasti maður, sem ég hef séð. Hann var bæði hár og digur, og ístran var óskapleg. Handleggir sem læri verða digurst á öðrum mönnum og lærin eftir því. Horfði ég með undrun á manninn þegar hann var að lesa sig á handafli að miklu leyti upp brattan véla- rúmsstigann, hve handleggsvöðvarnir hnykluðust vegna átakanna. Sagt var að hann hefði ekki komizt frá borði í nokkur ár, og þau urðu örlög hans að sögn að fylgja skipinu á hafsbotn, en Vesta var skotin niður í fyrra stríðinu 2 —3 árum síðar en þetta vor. Hinir af á- höfninni hefðu allir bjargazt. Reykjavík man ég ekki mikið eftir, en við bræðurnir gistum hjá Jóni Einarssyni, sem var nýfluttur frá Hálsi á Ingjalds- sandi. Einu húsi hef ég þó ekki gleymt, þó að það væri eitt af allra minnstu húsunum. F R E Y R 501
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.