Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 48

Freyr - 01.12.1972, Page 48
hundrað, auk heimafólks. Eftir kl. 6 á kvöldin hófust umræðufundir og voru þeir ekki síður athyglisverðir. Síðasta kvöldið sýndu piltar leikfimi undir stjórn Einars Jónssonar, ráðsmanns og leikfimiskennara. Voru þá áhorfendur að ég ætla 300. Var þá þröngt í salnum og búningsherberginu, og voru þó nokkrir sem ekki komust inn og var atgangurinn svo mikill, að þeir sem úti urðu að vera sneru snerilinn af hurð- inni. Það hefur áður verið skrifað um nám- skeiðin og þátt kennaranna í þeim og leiði ég það því hjá mér, en vil þó minnast á nokkra gestina, sem sendir voru af stúd- entafélaginu og Sambandskaupfélögunum, (síðar S.Í.S.). Guðmundur Finnbogason hafði síðasta tímann á deginum (1913) og voru þá á- heyrendur flestir. Fyrirlestrar hans urðu mér og sjálfsagt fleirum ógleymanlegir, einskonar opinberun nýstárlegra huldu- heima. Fyrirlestrar hans voru um: Lestur bóka, Svipir lifandi manna, Framfarir og framfaramenn, Púkinn og fjósamaðurinn, Hafa plönturnar sál? Bjartsýni og svartsýni. Efni fyrirlestranna var auglýst daginn áður. Undrandi varð ég einkum á: Hafa plönturnar sál? Hvað var hér á ferðinni? Mér fannst þetta fjarstæða, en beið í of- væni. Ég var alinn upp í þeirri kenningu Helgakvers: Maðurinn er æðsta skepna jarðarinnar og herra hennar undir yfir- stjórn guðs, því að hann einn af öllum skepnum jarðarinnar hefur skynsemi til að hugsa og skilja, frjálsrœði til að velja og áforma, málfæri til að birta hugsanir sínar og ódauðlega sál, sem öðlast getur eilífa sælu. Þessum rétttrúnaði kollvarpaði Guð- mundur Finnbogason í erindinu og niður- lagsorðum hans fæ ég ekki gleymt, „eitt er víst, að með nýrri sjón yfir hauður og haf sá horfir, sem blómin skilur“. Síðar las ég allt sem ég náði í á prenti eftir Guðmund Finnbogason, og met hann einna mest allra okkar andans manna. Árið 1914 kom Jón Þorláksson lands- verkfræðingur, síðar forsætisráðherra, og flutti sex fyrirlestra um steinsteypu og húsabyggingar. Það voru orð í tíma töluð, en það sem var athyglisvert við manninn, var prúðmennska og virðuleiki, sem ekki gleymdist og hve erindin, sem voru flutt en ekki lesin, voru svo prýðilega samin og flutt, að þau hefðu þolað að prentast án þess að hagga orði. Þá vil ég nefna merkilega fyrirlestra, sex að tölu, sem Sigurður Jónsson á Ysta- felli, síðar ráðherra flutti um félagsmál og samvinnufélagsskap. Voru þeir lesnir upp af blöðum orði til orðs og sagði Sigurður, að það væri með vilja gert, hann gæti þá síðar sagt: „Þetta sagði ég og annað ekki.“ Það var í fyrsta sinn sem ég komst í tæri við samvinnumál. Síðan hef ég verið sam- vinnumaður. Þessi erindi voru flutt 1913. Að endingu get ég Tryggva Þórhallsson- ar, sem flutti 3 fyrirlestra á vegum al- þýðufræðslu stúdentafélagsins. Hann var þá nýsettur prestur í Hestþingum og dvaldi þennan vetur 1913—’14 hjá systur sinni og mági á Hvanneyri. Hann virtist öllum mönnum vel og vann huga og hjörtu flestra og varð mér a. m. k. ógleymanleg- ur. Einn fyrirlesturinn var um nýguðfræð- ina, úr honum man ég fátt. Hinir tveir voru úr Sturlungu. Ég hafði þá aldrei séð Sturlungasögu, en með erind- um þessum opnaði hann mér nýjan heim, sem síðan hefur verið mér opinn, enda náði ég í Sturlungu strax og getan leyfði og var hún um áratugi í seilingarfæri frá rúmi mínu og hef ég marglesið það ágæta verk, sem ásamt Landnámu og íslendinga- sögunum eru fyrir mér sannir gimsteinar, sem ættu ævinlega að vera hverjum sönn- um íslendingi kunnir og tiltækir. Þessir Sturlungu-fyrirlestrar voru: ann- ar um Svínfellingasögu. Ógleymanleg verður mér frásögnin um víg þeirra 504 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.