Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Síða 52

Freyr - 01.12.1972, Síða 52
Séð yfir byggð Hvanneyrar, Andakíl, Skarðsheiði og Skessuhorn í haksýn 1988. Ég man eftir honum sem gesti á bænda- námskeiði á Hvanneyri. Hann var allra manna hæstur, er ég hafði þá séð og hlaut að vekja hvarvetna athygli. í umræðum um jarðeignamál á kvöld- fundi sagði hann, að margir bændur í hér- aðinu hefðu veðsett jarðir sínar. Kom þá heldur betur hljóð úr horni: „Ekki mín, ekki mín“, kallaði margur stórbóndinn fram í fyrir ræðumanni. Varð úr þessu nokkur úlfaþytur og þótti ofmælt og óvið- eigandi af sýsluskrifara. Ég bætti fjórða misserinu við veru mína á Hvanneyri, svo alls var ég tvö ár í hér- aðinu. Ekki get ég sagt að veðurguðirnir hafi leikið við mann þessi ár. Oþurrkasumarið 1913, harða fellisvorið 1914 og eindæma ótíð síðari hluta þess sumars og hausts. Þrátt fyrir það er minningin hugljúf um dvölina í hinu fagra og ágæta Borgarfjarð- arhéraði. Síðar á ævinni hef ég kynnzt mörgum ágætum Borgfirðingum, dvalið þar á fundum og ferðast þar víða um. Mér er því mjög hlýtt til héraðsins og íbúa þess og er þakklæti efst í huga er ég lýk þessum línum 28/5 1972. 508 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.