Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 55

Freyr - 01.12.1972, Page 55
Þarsteinn Þorsteinsson. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON og GUNNAR ÓLAFSSON: SALTHUNGUR it og mafarsaltþörf búfjár Gunnar Ólafsson. Yfirlit. • Mikil áraskipti virðast vera að matar- saltmagni heysins samkvæmt mæling- um á Rannsóknastojnun landbúnaðar- ins, og nú í haust virðist saltmagn heysins vera í lágmarki. Sú tilgáta er rœdd að þessi mismunur stafi af salt- veðrum af hafi sem séu ekki árviss. • Mælingar á tilraunastöðinni á Keldum benda til þess að salthungur muni vera í sauðfé sem kemur af afréttum í haust. Athugun á saltmagni gróðurs og heyja bendir til þess að það sé nokkuð langt undir þarfamörkum. 9 Ráðlegt er að gefa sauðfé og kúm í geldstöðu, sem ekki fá fóðurbætissalt, en forðast salteitranir sem búféð getur fengið vegna óhóflegs áts á salti, eða það skemmi í sér tennur á saltsteinum meðan salthungur þess er mest. • Varað er við því að salthungraðar skepnur geti náð í tilbúinn áburð vegna þess að hann er eitraður. Inngangur. Ýmis konar steinefni eða sölt þurfa að vera í fóðri búfjár, og það sem oftast þarf að gefa búfé sérstaklega af því tagi, er talið að sé matarsalt. Matarsaltið er sam- band natríums og klórs í hlutföllunum 46 hlutar natríum á móti 71 hlutum klórs. Það er fyrst og fremst natríum, sem getur skort í fæðuna og beinast mælingarnar frekar að því. Magn matarsalts í blóði er sem næst 9 g í hverjum lítra og getur lítið breytzt frá því. Fyrr minnkar vökv- inn í skepnunni en saltmagnið víki veru- lega frá þessu. Natríum og klór eru í ríkum mæli í fóðri úr dýraríkinu, t. d. í mjólk, blóði, síldar- og fiskimjöli. Fóður úr jurtaríkinu er yfirleitt saltsnautt. Víða um lönd er hörgull á matarsalti í fóðri búfjár. Veldur það ýmsum kvillum, skertri nyt og rýrnun annarra afurða. Er- lendis er víða hafður saltsteinn í högum til að bæta úr þessu. Sums staðar hér á landi eru bændur líka farnir að hafa þenn- an hátt á. Skepnur sem ekki fá nóg salt verða ólmar í það eins og þyrst skepna í vatn. Þær naga hluti með saltbragði og éta jafnvel mold. Jórturdýr naga bein og hross sleikja svitann hvert af öðru. Þetta hefur verið nefnt salthungur. Aður fyrr var talið að skepnur gætu þekkt þau efni sem þau vantaði. Þessu hélt hinn þekkti lífeðlisfræðingur Brandt Rehberg fram í fyrirlestrum meðal annarra. Salthungur F R E Y R 511

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.