Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1972, Qupperneq 56

Freyr - 01.12.1972, Qupperneq 56
getur líka orsakazt af kalsíum- eða fosfór- vöntun. Athuganir hafa leitt í ljós að Rhe- berg hafði ekki rétt fyrir sér. Skepnur geta ekki valið sér þau sölt sem þau raun- verulega þurfa (3). Þær sleikja allt sem saltbragð er af. Gráðugastar eru skepnur í einsúrt natríumfosfat, sama hvað salt- hungrinu veldur. Matarsalt kjósa þær gjarnan, karbónöt og kalsíumfosföt vilja þær helzt ekki. Magníumsölt eru beizk og étast illa. Það kemur sér ekki vel því að oft er þörf á að gefa skepnum magníum- sölt, einkum á vorin þegar þær koma á grænt gras. Dæmi eru um það að skepnur éti sér til tjóns sölt sem þær hafa enga þörf fyrir. Alltaf er skaðlegt eða hættulegt ef salt- hungraðar skepnur ná í tilbúinn áburð. Fosfóráburður er oft mengaður með flúor, og kalíáburðurinn er eitraður, í honum er ekkert efni sem búast má við að skepn- urnar vanti, en það er síður en svo að þær láti hann í friði ef þær ná í hann. Þetta sleikja skepnur í sig á vorin sér til tjóns, ef ekki er að gætt, og drepast jafnvel af. Oft hefur verið rætt um skort á matar- salti hér á landi. Menn hafa verið hvattir til að salta hey sín eða gefa fénu saltsíld eða saltaða loðnu. í búfjárfræði tekinni saman af Gunnari Bjarnasyni segir, að íslenzkt hey muni vera saltsnautt miðað við þarfir skepna, og sérdeilis sölnuð út- beit. Þetta ræni skepnurnar lyst og rýrir afurðir þeirra. í bók Gunnars er ráðlagt að salta heyin með pakkhússalti og skuli nota 1—2 kg af salti í hver 100 kg heys eftir því hve vel það sé þurrkað. Natríum í íslenzkri töðu. Síðan 1967 hefur natríummagn í íslenzkri töðu verið rannsakað árlega á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Niðurstöðurnar eru sýndar í töflu 1. í töflunni sést að natríummagnið hefur farið minnkandi síðustu þrjú árin og nú er svo komið að magn þess er í flestum Tafla 1. Landshluti 1967 1988 1969 1870 1971 1972 Vesturland 0,23 0,34 0,31 0,26 0,16 0,16 Vestfirðir 0,53 0,38 0,34 0,35 0,25 0,12 Norðurland 0,17 0,25 0,28 0,22 0,13 0,11 Austurland 0,11 0,21 0,21 0,18 0,10 0,06 A.-Skaftaf. 0,15 0,21 0,23 0,19 0,17 0,10 Suðurland 0,19 0,22 0,23 0,24 0,14 0,11 Fjöldi sýna 107 420 457 383 396 60 Meðaltal 0,20 0,27 0,27 0,24 0,16 0,11 Tölurnar sýna % natríum í þurrefni heys. sýnum undir þarfamörkum, eða með öðr- um orðum minna heldur en skepnur þarfn- ast ef þær fá ekki salt annars staðar frá. Sérstaklega virðist lítið natríum vera í töðu af Austurlandi. Talsvert magn af salti berst af hafi á land með hvössum vindum og þurrum. Það gæti verið ástæðan fyrir því hve mat- arsaltmagnið 1 töðunni er breytilegt að slíkir saltstormar eru ekki árvissir. Sam- kvæmt munnlegum heimildum frá Páli Bergþórssyni veðurfræðingi berst mest salt á land með vindum af Grænlandshafi. 1956 gerði slíkt hvassviðri um vorið og eyðilagði þá trjágróður um vestanvert landið og allt norður í Eyjafjörð. Tafla 1 sýnir að natríummagnið er mest í töðunni um vestanvert landið og kemur það heim við það álit Páls að mest saltið komi af Grænlandshafi, og það er vegna þess að úr þeirri átt einni koma þurrir stormar yfir hafið sem ná að tæta sjónum til sín án þess að allt saltið rigni niður jafnótt. Natríummagn hefur verið rannsakað í andrúmsloftinu á tveimur stöðum á land- inu á vegum Veðurstofunnar. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýna að mjög mikil sveifla er á natríummagninu frá einum mánuði til annars og einnig milli ára. Þessi rannsókn hefur þó tæplega sýnt þessa miklu saltstorma sem eflaust munar mest um fyrir gróðurinn. 512 F R E Y R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.