Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1972, Side 61

Freyr - 01.12.1972, Side 61
í hverja kró. Ef sauðfé er mjög gráðugt í salt getur þó verið hætta á að það éti of mikið og fái salteitranir og margir kvarta undan því að sauðfé skemmi í sér tenn- urnar við að skafa með þeim saltsteinana. Auðveldast er að blanda salti í fóður- blöndurnar. Fóðureftirlitið hefur gert lista yfir þær kjarnfóðurblöndur sem eru á markaðnum og reiknað út saltmagnið í hverju kg. Listinn er birtur hér í blaðinu. Eins og sjá má er það töluvert breytilegt hversu mikið salt er í blöndunum. Þær kúafóðurblöndur sem í er að minnsta kosti 10 g salt í kg ættu að fullnægja þörfum meðalkýrinnar. Kýr í geldstöðu, sem ekki fá fóður- blöndu, sem og sauðfé, verða að fá salt á annan hátt. Fullnægja verður þörf þessara gripa með saltsteinum eða með því að gefa salt sérstaklega, t. d. með því að strá salti yfir heyið. Eins og áður var vikið að verður að gæta þess að búféð éti ekki yfir sig af salti. Þá verður hætta á salteitrunum, sér- staklega ef það hefur ótakmarkaðan að- gang að salti tímunum saman. Reynt hefur verið að láta saltsteina á afrétt. Hefur skynsömum mönnum dottið í hug að mætti hæna féð að ýmsum hlutum afréttarins þar sem æskilegt væri að það gengi. Bóndi nokkur, sem reyndi að láta saltsteina í sumarhaga, kvartaði að vísu undan því að lömbin villtust undan við steinana. Þau voru þar að sleikja þegar ærin fór burt. Við þessu mætti hafa það ráð að festa saltsteinana upp á staura, það háa, að lömbin næðu ekki til þeirra, en þeir væru þó ánum tiltækir. ❖ * Þessi grein og þær rannsóknir, sem hafa verið gerðar á Keldum, nú í haust, hafa meðal annars orðið vegna hvatningar og hjálpar Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis og Guðmundar Péturssonar forstöðumanns á Keldum. Friðrik Pálmason hefur stjórn- að steinefnamælingum á heyi á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Heimildarrit. 1. Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Olafsson 1965. Rit landbúnaðardeildar, A flokkur nr. 17. 2. G. M. Murphy 1970. Aust. Vet. J. 46, 594. 3. Irja Uotila 1962. J. of Sci. Agric. Soc. of Fin- land, 34, 152. 4. F. C. Whipp, E. A. Usenik, L. F. Weber og A. L. Good 1966. Amer. Vet. Res. 27 1229. 5. Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Snæbjörnsson og Magnús Óskarsson, 1968 Arsrit Ræktunarfélags Norðurlands. 6. The Nutrient Requirement of Farm Lifestock, No 2, Ruminants, London 1965. Agricultural Re- search Council. 7. K. Breirem, A. M. Frens, C. C. Balch, A. Eckern, H. van Es og W. H. Brosler. Report EAAP, Study Meatings, Oslo 1967. SMJÖRBIRGÐIRNAR Þegar smjörbirgðirnar voru mestar árið 1970, allt að hálf milljón lesta, var það ráð tekið að selja smjörfituna til Austurlanda sem fljótandi olíu, og útflutningsuppbætur veittar til þess að framleið- endur gætu fengið sinn hlut greiddan. Svipaðan vanda varð að leysa á sviði ostanna. Svo var öllum framleiðendum gert að skyldu að takmarka mjólk- urframleiðsluna og miða hana við neytendaþörf bandalagssvæðisins. En svo kom viðhorfið til þátt- töku Bretlands, þar er þörfin miklu meiri en nemur framleiðslu Breta sjálfra, þetta hvatti til nýrrar framleiðsluaukningar og þar með til þeirra vaxandi birgða, sem nú aukast frá degi til dags. Nú hefur það einnig skeð í Bretlandi, að þar hefur framleiðsia osta aukizt verulega, sumir segja allt að 20%, og þar er birgðum safnað í trausti þess, að verðið hækki að mun og enginn Iætur sig muna um að geyma 'birgðir fram yfir nýár með tilliti til þess. Vegna þess er talin talsverð spenna um markaðsviðhorf vissra ostategunda (tilsitterosta), sem miklar birgðir munu verða af um áramót. Því er spáð af sumum, að markaðs- samkeppni verði mjög mikil á komandi vetri svo að til mála komi talsverð verðlækkun fyrst í stað, og ef vissar verksmiðjur, sem framleiða osta, lækka verðið verulega, beinist Ieiðin inn á aukna smjör- framleiðslu. Brezkir bændur (mjólkurframleiðend- ur) og svo þeir dönsku, sem vænta þess að verðlag á mjólkurvörum hækki verulega við víkkun Efna- hagsbandalagsins, verða ef til vill vonsviknir cf heldur sem horfir í þessum efnum. F R E Y R 517

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.