Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 65

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 65
að starfi. Nauðsynlegt telur hún að gefa kraftfóður folaldsveturinn til þess að veita skilyrði til eðlilegs vaxtarhraða og vöðva- söfnunar. ❖ * ❖ Af því hafa borizt fregnir, að eigendur Fjarðahestsins í Noregi líti innflutning ís- lenzka hestsins hálfgerðu hornauga, svo ekki sé meira sagt, einkum þeir, sem þar stunda eiginlega ræktun þess forna stofns. Og svo er það Lyngs-hesturinn norski, sem er ósköp lítill, lengst norður í landi og sumir hafa litið á sem bróður hins íslenzka. Aðrir hafa bent á hann sem framtíðar- leikfang norskra barna. Um þetta fyrir- bæri vill Ingibjörg segja sem minnst. Þó má vel vera að Lyngshesturinn geti orðið ágætt leikfang, en sem reiðhestur getur Fjarðahesturinn aldrei keppt við þann ís- lenzka, því að íslendingurinn er bæði frárri og fótfimari en hinn og svo hefur bolþyngdin sitt að segja. Því er ekki að leyna, að viss andúð gegn innflutningi hefur gert sín vart, en að henni kveður ekki verulega; það var kannski aðallega í fyrra þegar blöðin birtu mynd af íslenzka hestinum uppi á Glitter- tindi1 að sumir sögðu, að þangað væri nú líka hægt að teyma Fjarðahest. Nú, og svo er það mörgum sérlegt yndi að notfæra sér fjölhæfan gang íslenzka hestsins, og tölt fæst t. d. ekki úr norskum hesti. Áhuginn fyrir íslenzkum hesti er vax- andi. Ég held að ekki sé ofmælt þó fullyrt sé, að í Noregi muni vera allt að 500 ís- lenzk hross í notkun og þeim fjölgar ár- lega, því að fleiri en ég stunda kynbóta- starfsemi og ræktun hans, miðað við reið- hest. Við erum ekki enn komin svo langt, að fram hafi farið hestamannamót, og ekki heldur eiginlegt úrval (káring) kyn- bótahesta, en það kemur að því, segir Ingi- björg, og bætir því við, að félagsskapur i Snævi þakinn fjallstindur, — höf. Telemarkkýr Ingibjargar á sumarbeit. sá er heitir „Norsk Islandshest forening“ sé nú bara tveggja ára svo að varla er von að teljandi árangur af því starfi sé sýni- legur enn. í stjórn þessa félags er Ingibjörg Helkás, en formaðurinn er læknisfrú á Hamri. Annars eru íslands-hestar flestir um Rogaland, Þelamörk og Heiðmörk, en talsvert margir einnig sunnar og fáeinir norðar, bæði innst í Guðbrandsdal og í Þrændalögum örfáir. Meðlimir umrædds félags munu nú vera allt að 150, að áliti Ingibjargar, nákvæma tölu er ekki hægt að fá, því að félagsgjöld eru sumpart greidd af einstaklingum og stundum af fjölskyldum í félagi. En hvað sem öllu líður hyggst Ingibjörg leggja rækt við ís- lenzka hestinn framvegis og horfir fram til ört vaxandi áhuga Norðmanna á þessum fima og þæga og trausta hesti. Og áhuginn mun enn eflast þegar við förum að sýna hæfni hans á keppnismótum, segir Ingi- björg að lokum. Hún Ingibjörg er góður fulltrúi íslend- inga á þessu sviði með þjóð sinni, og frænd- um vorum og frændum íslenzka gæðings- ins í heimalandi hennar. G. F R E Y R 521
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.