Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 12
vogs, Vatnsleysustrandar, Ölfuss,
Hveragerðis, Grafnings og nú
síðast:
Unt uppsveitir Árnessýslu.
Biskupstungur og Laugardal.
Útbreiðslan er hraðvaxandi
sýnist okkur.“
Gœtirða gefið lesendum svolítið
yfirlit um ástandið á hverju svœði?
Austurland:
„Á Austurlandi hefur riðu-
veikin náð mikilli útbreiðslu á
fáum árum og valdið óhemju tjóni.
Hún mun hafa fundist fyrst á
Borgarfirði eystra um 1969 og er
nú, 10 árum síðar, komin um alla
þá sveit að heita má. Aðeins
bóndinn á Borg í Njarðvík hefur
sloppið framtil þessa vegna ein-
angrunar frá aðalriðusvæðinu og
svo örfáir fjáreigendur í þéttbýlinu
á Borgarfirði. Á rúmlega hálfu
öðru ári, sem skipulegt eftirlit var í
gangi, var lógað nálega 450 fjár
með riðueinkennum úr þessari
einu sveit, þar sem fjárfjöldi var
ekki meiri en 4.500 sl. vetur en
5.600 veturinn áður. í»að mega
Borgfirðingar eiga, að þátttaka
þeirra í eftirlitinu með rið-
uveikinni hefur verið til fyrir-
myndar.
Sama ár og veikin kom fyrst
fram á Borgarfirði eystra, en
seinna á árinu, fannst hún á Norð-
firði að talið er. Þaðan er sömu
sögu að segja. Ekki líða nema 10
ár þar til veikin er komin um alla
sveitina og til margra fjáreigenda í
Neskaupstað. Tjón hefur verið
gríðarlega mikið á nokkrum
bæjum. Enginn virðist vita hvernig
veikin barst til Austfjarða. Ekkert
samband hefur fundist milli riðu-
veikinnar á Borgarfirði og riðu-
veikinnar á Norðfirði.
Frá Borgarfirði mun veikin lík-
lega hafa borist suður á Breiðdal.
Þar er eða hefur verið hröð út-
breiðsla og verulegt tjón á nokkr-
um bæjum. Frá Norðfirði er líklegt
að riðuveikin hafi borist suður í
Fáskrúðsfjarðarhrepp. Þar hefur
hún fundist á nokkrum bæjum en
ekki náð sér á strik nema á einum
bæ. Á þeim bæ var öllu fé lógað
1978 og fjárbúskap hætt. Frá
Norðfirði mun veikin líklega hafa
borist til Mjóafjarðar en þar hefur
hún fundist á einum bæ. Þar var
nær öllu fé lógað í haust.
Veikin hefur fundist á einum bæ
í Berufjarðarbotni. Þangað hefur
hún náð syðst enn sem komið er.
Hún fannst þar í hrút, sem keyptur
var frá Brú á Jökuldal lambs-
haustið 1976, tveimur árum áður
en riðuveki fannst þar. Tjón hefur
ekki orðið enn, enda veikin fyrst
staðfest 1979. Á það fer að reyna,
hvort viðnámsaðgerðir þar bera
árangur. Lóga átti öllu undan
þessum hrút og því sem var í
nánastri snertingu við hann
veikan, fækka átti því fé, sem
gengið hefur suður í Hamarsdal og
draga úr samgangi í heimahögum.
Hætt er við að þessi hrútur hafi
skilið eftir sig smit. Síðla árs 1979
fannst riðuveiki á stóru fjárbýli í
Eiðaþinghá. Þar var einnig um að
ræða kaupakind frá riðubæ.
Hér er alvarleg ábending til
þeirra, sem ennþá kunna að eiga
kindur frá riðubæjum eða riðu-
svæðum að losa sig við þær sem
fyrst. Það er engin trygging gegn
riðuveiki í aðkeyptum kindum,
þótt langt sé liðið frá því að keypt
var. Fyrstu kindur, sem veikjast á
nýjum bæjum eru einmitt oft full-
orðnar kindur, aðkeyptar.
Bæir og sveitir uppi á Héraði eru
í aukinni hættu með þessari
uppkomu riðuveikinnar í
Eiðahreppi. Áður hafði veikin
fundist á einum bæ í Hjaltastaöa-
þinghá, en þar var öllu fé lógað og
bóndi aðstoðaður við að breyta
yfir í kúabúskap til að bægja
hættunni frá Héraði. Bændur á
Héraði munu þurfa að standa vel á
verði. Til dæmis nær engri átt að
setja á kindur, sem hýstar hafa
verið á riðubæjum niðri á fjörðum
eða verið í bland við sjúkt fé í
þrengslum. Flutningar á fé til lífs
hafa átt sér stað af ósýktum svæð-
um til sýktra. Það sýnist sumum
vera í lagi en felur þó í sér þá hættu
Riðukind, nudduð og scerð á hlið. (Ijósm. Sig. Sigurðars.)
172 — FREYR