Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 29

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 29
Sveinn Bjarnason Hvannstóði, Borgarfirði eystra: Riðuveiki í Borgarfirði Hér í Borgarfirði urðu menn fyrst varir við riðuveika kind árið 1969. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur ekki verið hœgt að finna á hvern hátt riðan hefur borist hingað í hreppinn. Hér ber meira á kláðaeinkennum og fleirafé sem tekur veikina en víða annars staðar. í Borgarfirði hafa orðið miklar breytingar á allri meðferð á fé, frá því að vera beitt allan veturinn og liggja oft úti og flestallar ær báru í girðingum eða út um hagann. En nú er víðast allt fé tekið á hús í fyrstu snjóum og lítið beitt og flest ber í húsi og því gefið þar til gróður er kominn. í flestum tilfellum hafa það verið ein eða tvær ær sem hafa veikst fyrst á bæ og fáar næstu árin. Svo á fjórða til fimmta ári hefur veikin færst í aukana og jafnvel náð hámarki næstu ár og farið svo að draga úr henni og á sumum bæjum erhún í mikilli rénun. Þóer einn bær, sem sker sig alveg úr, Höfn; Þar kom veikin upp 1974 og hafa ekki farið þar úr riðu nema ein og tvær kindur á ári þar til í fyrra að fóru þrjár eða fjórar. í Höfn hafa flestar ær borið úti, í girðingu við fjárhúsin, nema vorið 1979, þá báru allar ær í húsi. Bændur brugðust misjafnlega við þegar riða kom upp í fénu. Sumir slátruðu því strax þegar örugg einkenni sáust en aðrir ekki og reyndu að halda lífinu í ánum sem lengst til að fá úr þeim lömbin og sumir settu á lömb undan rið- uveikum ám. Hjá þessum bændum hafa orðið mest afföll af völdum veikinnar. Árið 1978 samþykkti hrepps- nefnd Borgarfjarðarhrepps að kjósa þrjá menn til að fara um hreppinn og skoða fé hjá bændum og taka úr riðuveikt fé og slátra því og grafa. Riðunefndin starfar undir umsjón héraðsdýralæknis. Að höfðu samráði við Sauðfjárv- eikivarnir var ákveðið að farnar skyldu þrjár ferðir á vetri og stæði hreppurinn undir þeim kostnaði en ríkið greiddi bætur fyrir hverja riðuveika kind sem slátrað yrði. Nú er þessi nefnd búin að starfa í rúm tvö ár og byrjar strax í fyrstu réttum og tekur það fé sem kemur af fjalli með riðueinkenni og slátr- ar því og grefur. Síðan taka bænd- ur frá það sem þeir sjá á og reynir riðunefndin að sækja það til þeirra einu sinni í mánuði. Petta fé er allt fært á skýrslu, sem send er Sauðfjárveikivörnum. Drepið hefur verið á niðurskurð og fjárskipti, sem vænlega leið í baráttunni við riðuna. Bændur í Borgarfirði eru mótfallnir niður- skurði sauðfjár í Borgarfirði. Mér finnst of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að fara út í niðurskurð og fjárskipti í stórum stíl, en hitt gagnrýni ég ekki þó reynd séu fjárskipti á einum og einum bæ þegar riða kemur upp á stórum mikið einangruðum svæð- um eins og t. d. á Brú á Jökuldal 1978. Hvað er vitað að riðan lifi lengi utan kindarinnar? Hvaðan er öruggt að fá ósýkt fé? Hvernig berst riðan á milli staða þar sem hún hefur ekki borist með fé? Nú hefur tvo síðustu áratugina borist riða um langa vegu á marga bæi víðsvegar um landið, sem ekki er hægt að rekja til fjárflutninga. Það hefur verið giskað á að hingað til Austurlands hafi hún borist með fuglum utanlands frá. Hvernig væri að fá fugla með hana eftir fjárskipti? Vorið 1962 fæddist grátt hrút- lamb að Borg í Njarðvík. Um haustið var það keypt að Geitavík og skírt Brandur. í Geitavík var búið að stunda fjárrækt um mörg undanfarin ár og selja þaðan marga fjárhrúta. Vorið eftir fædd- ust lömb undan Brandi og kom þá í Ijós að hann var hreingrár og um haustið voru settar á undan honum gimbrar, sem fóðruðust óvenju vel og fæddu falleg lömb veturgamlar og mjólkuðu þeim vel. Er ekki að orðlengja það að þessi grái hrútur varð einn besti ærfaðir, sem hér hefur verið, enda stigahæsti hrútur í fjárræktarfélögum innan Búnað- arsambands Austurlands. Hrútar útaf honum fóru á nær alla bæi í sveitinni. Þegar riða kom í hrepp- inn þá reyndist þetta fé mjög næmt fyrir henni. Hér í Hvannstóði voru fimm hrútar útaf Brandi og um 40% af fénu þegar flest var. Hér urðum við fyrst varir við riðu veturinn 1973—74. Þá fara tvær ær, báðar útaf Brandi, og þegar þrjátíu voru farnar voru allar nema ein útaf honum. Það virtist svo á meðan lítið smit var í hjörðinni að það veiktist ekki annað. Nú er búið FREYR — 189

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.