Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1981, Síða 37

Freyr - 01.03.1981, Síða 37
niðurstöður fyrir það sýndar í töflu. Hér er um mjög greinilegan mun að ræða. Pessar niðurstöður benda til, að unt ríkjandi erfðir sé að ræða og sé mótstaðan bundin við víkjandi erfðavísinn. Þetta þýðir það að tímafrekt er að rækta upp mótstöðumikla hjörð. Kimberlin telur að notagildi slíkrar ræktunar mætti nýta, ef það tækist að finna arfhreina hrúta og nota þá í sæð- ingum. Með endurtekningum sæðinga í smituðum hjörðum ætti þannig að mega koma upp mót- stöðumiklum fjópi. Á margan hátt virðist notagildi slíkrar aðferðar við hérlendar aðstæður fjarlægt. Tæpast er hugsanlegt að fara að stunda sæðisdreifingu úr sýktum gripum. Eina hugsanlega lausnin væri ef hægt væri að djúpfrysta sæði úr hrútum. Síðan þegar nægj- anlegt sæði væri fryst úr þeim væru þeir sýktir og síðan notað sæði úr þeim þeirra, sem sýndu nægjan- lega mótstöðu. Slíkt yrði þó óneit- anlega dýrt í framkvæmd og yrði á þeim forsendum að meta h vort væri verjandi aðferð í baráttunni. Og áður en að nokkru slíku má huga er eftir að leysa vandamál djúp- frystingar á sæði. Kimberlin telur að ákveðnar bendingar séu hjá Herdwick fénu, að mótstaða gegn þessum ákveðna riðustofni leiði einnig til aukinnar mótstöðu gegn öðrum stofnum. Bæði Stamp og Kimberlin hafa þó sínar efasemdir um gildi úrvals fyrir aukinni mótstöðu gegn riðu. Stamp telur ýmislegt benda til að hina aukna mótstaða sé í því fólgin að verulegur munur sé á því hve langan tíma það tekur smitefnið að margfaldast svo í gripnum að það valdi sýkingu. Gripirnir, sem sýni mótstöðu, séu því raunverulega sýktir og geti hugsanlega sýkt aðra gripi í hjörðinni. Kimberlin bendir að vísu á, að sé hægt að gera með- göngutíma sjúkdómsins lengri en venjulega framleiðsluævi gripsins skipti þetta ekki lengur meginmáli. Báðir virðast þeir þó sammála um að regla, sem óhætt sé að ráðleggja eindregið, sé að fella öll afkvæmi mæðra, sem orðið hafa sjúkdóm- inum að bráð, því að nokkuð víst sé að þau séu smituð. Heimildarit. Kimberlin, R. H., 1979. An assessment of genetical methods in the control of scrapie. Liwest. Prod. Sci., 6:233—242. Stamp, J. T., 1978. Scrapic Disease in sheep. Fjölrit, 18. s. Minkaveiöar Fengitími minka er í marz-apríl. Á því tímabili eru miklir möguleikar til að veiða villiminka með góðum árangri. Sérstaklega er þá hægt að notfæra sér hvers konar gildrur til að fanga dýrin. Minkar eru þá meira á ferli og virðast ekki gæta sín eins vel og á öðrum árstímum. í Handbók bænda 1974 var kynnt gildra „Heimasmíðuð Minkafella.“ Þar sem gildra þessi hefur marga kosti er hún kynnt hér í Frey að nýju. Það var Páll Jensson bóndi Grenigerði við Borgarnes, sem reyndi þessa gildru fyrst eftir danskri gerð. Smíðaði hann nokkrar gildrur sem hann seldi út um sveitir og hafa þær reynst all vel. Nú býðst Páll til að smíða þessar gildrur og senda þær í póstkröfu hvert á land sem er. Gildran kostar frá honum kr. 140.00 eða sem svarar tveimur minkum. Þetta tilboð geta menn notfært sér ef þeir smíða hana ekki sjálfir. Helstu kostir Minkafellunar er að hún drepur þau dýr sem lenda í henni og hún er ekki hættuleg öðrum dýrum nema ef vera kynni rottum. Veiðistjóri. FREYR — 197

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.