Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 17
yfir Sog eða Þjóðgarð eða norðan
úr Húnavatnssýslu við samgang
fjár á Kili. Kind, sem kom fram við
fjárskoðunina, að líkindum mis-
dregin norðan úr landi, var svo illa
mörkuð að 'hæpið er að nokkur
hefði viljað gangast við hand-
arverki sínu (mörkuninni). Hún
var að sjálfsögðu ekki litarmerkt
heldur. Þessi kind var aðfram
komin af veikindum en reyndist þó
ekki riðuveik. Þetta gefur
bendingu þess efnis að seint verði
of varlega farið við sundurdrátt á
fé eftir mörkum í réttum (töflud-
rátt). Vegna sammerkinga og ná-
merkinga milli aðliggjandi
landsvæða hafa Sauðfjárveiki-
varnir hvatt eindregið til litar-
merkinga á afréttarfé og fé sem
gengur nálægt varnarlínum í
byggð. Því miður hafa margir
bændur ekki áttað sig ennþá á
hagræðingu við merkingar og hafa
með tómlætinu unnið sjálfum sér
ógagn og nágrönnum úr næstu
varnarhólfum hafa þeir steypt í
hættu þegar ólitarmerkt fé þeirra
fer yfir varnarlínur.“
Hvað er vitað um smitleiðir?
Það er vitað að algengast er smit
frá foreldrum til afkvæmis. Við
náinn og langvinnan samgang, í
þröngum beitarhólfum og þó
einkum á húsi þegar fóðrað er
saman og brynnt úr sama íláti
heilbrigðu fé og sýktu eða
smituðu. Það hefur komið í ljós að
smithætta er langmest á sauðburði.
Smitefnið er í stórum stíl í legvatni
og hildum. Allir flutningar á
sauðfé til lífs milli hjarða og svæða
eru til óþurftar. Takmarka þarf
sem mest allar samvistir fjár af
grunsamlegum og sýktum stöðum
með fé frá ósýktum stöðum.
Sýnt hefur verið fram á að
óbeint smit á sér stað einnig. Hvað
eina, sem mengast hefur saur eða
þvagi, legvatni, blóði, munnvatni
eða öðrum vessum sauðkinda á
grunuðum eða sýktum stöðum er
hættulegt á ósýktum stöðum. Hey
og túnþökur af blettum þar sem
smitað eða sjúkt fé hefur gengið
getur lengi borið hættuna í sér.
Menn, sem vinna í sláturhúsum,
menn sem fara bæ frá bæ um
gripahús eða handleika oft riðu-
sjúkan fénað, geta hugsanlega
borið smitefni milli staða á
höndum, hlífðarfötum og skóf-
atnaði, en hægt er að girða fyrir
hættuna eða að minnsta kosti
draga verulega úr henni með
fataskiptum eða með því að nota
hentugan klæðnað sem auðvelt er
að þrífa og sótthreinsa.“
Er ekki riðuveiran svo harðsvíruð
að hún þoli öll sótthreinsiefni? '
„Hún er óvenjulega lífseig, þolir t.
d. suðu í hálfa klukkustund er sagt
og flest hin nýrri sótthreinsiefni.
En gömlu sótthreinsiefnin, klór-
sambönd, joðsambönd og lútur
eru þó talin vinna á riðu ef þvegið
er vandlega á undan sótthreins-
uninni. Það er því hentugt að nota
efni sem þvær og sótthreinsar um
leið. Slík efni eru víða orðin í
notkun m. a. í flestum sláturhús-
unum. Þau fást orðið hjá kaup-
mönnum og kaupfélögum úti á
landi, í þægilegum pakkningum og
í upplausn, sem blanda má út í
þvottavatn fyrir hendur, hlífðarföt
og stígvél. Hlífðarfötin þurfa að
vera vatnsheld eða hrinda vel frá
í lofti matsalarins í nýja skólahúsi
Bændaskólans á Hvanneyri eru
trérimlar, sem sérunnir voru fyrir
bygginguna erlendis. Sagt er að
Halldór Pálsson, fyrrv. búnaðar-
málastjóri hafi haft á orði þegar
sér vatni. Þunnur, lipur og ódýr
klæðnaður, sem hentar vel til þess
arna, er framleiddur hér á landi.
Hentugt er að hafa með sér fat,
sem hægt er að stíga ofan í og
bursta sem hægt er að nota við að
bursta hendur, hlífðarföt og stí-
gvélin. Óhreinindin geta loðað
býsna fast við stígvélasóla, því get-
ur verið hagræði að því og sparað
stígvélaþvott við skemmri heim-
sóknir að hafa tiltæka hæfilega
stóra og sterka plastpoka utan yfir
stígvélin.“
Hver vegna heldur veikin áfram að
breiðast út? Hefur viðnámið ekki
dugað?
,,Já, því miður heldur riðuveikin
áfram að breiðast út til nýrra bæja
og nýrra svæða. Veikin er svo
lúmsk og hefur svo langan að-
draganda, að ekki er von til að
viðnámsaðgerðir þær sem upp
hafa verið teknar séu enn farnar að
skila árangri.
En til þess að viðnámsaðgerð-
irnar geti komið að gagni þarf til að
koma víðtæk samstaða og þátttaka
meðal fjáreigenda, sem sveitars-
tjórnir, búnaðarfélög og fjárrækt-
arfélög verða að skapa og standa
að. Ef samstaða verður næg og
sterk um það að verjast veikinni
má búast við að unnt verði að
hægja á og jafnvel stöðva út-
breiðslu hennar. Riðuveikin er
ekki bráðsmitandi. Það gefurþeim
bjartsýnni svolitla von.
hann sá þessa rimla í fyrsta sinn, að
þarna hefðu Hvanneyringar misst
skynjunina fyrir þyngdaraflinu,
þegar þeir settu fjárhúsgrindur
upp í loft.
Altalað á kaffistofunni
FREYR — 177