Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 13
að féð skili sér í heimahaga aftur
dragandi með sér smithættu til
ósýkta svæðisins. Gegn slíkri fá-
sinnu verða menn að standa ef þeir
vilja verja sína hjörð og sína
sveit.“
Hefur veríð leyftað taka fé aðBrúá
Jökuldal að nýju?
„Já í haust voru fengin þangað
fjárskiptalömb af ósýktu svæði, þ.
e. Öræfum, eftir tveggja ára fjár-
leysi. Riðuveiki kom í ljós á Brú
snemma árs 1978 og var farið að
veikjast talsvert margt fé af
riðuveiki um haustið. Þá var öEu
fénu lógað á báðum heimilunum á
Brú, húsin hreinsuð og síðar sótt-
hreinsuð mjög vandlega. Jöfnuð
voru við jörðu gömul hús, sem
ekki var unnt að sótthreinsa
tryggilega og á öðru býlinu var
byrjað með algjörlega ný hús. Öll-
um tækjum, útbúnaði og efni, sem
hugsanlega hafði komið í sner-
tingu við sauðfé eða mengast
einhverju frá því sauðfé, sem var á
Brú, var fleygt, ef ekki var unnt að
sótthreinsa það tryggilega.
Vonandi verða þessar aðgerðir til
að hreinsa Brú og tefja svo út-
breiðslu riðuveikinnar til Norð-
Austurlands.
Svo fannst riðuveiki í Jökulsár-
hlíðinni.
„Já, hún fannst s. 1. vor á einu býli
af fjórum á Hrafnabjörgum. Rétt
þótti að kanna í vetur eftirföngum
hvort líkindi væru til þess að riðu-
veiki leyndist víðar í hólfinu og var
niðurskurði á Hrafnabjargafé
frestað til næsta hausts.
Ákvörðun og framkvæmd er
vandasöm, hvað sem gert verður,
og höfða verður til varnarvilja
heimamanna fyrst og fremst. Ekki
dugar annað en vaka vel heima
fyrir. Það veltur á þátttöku og
áhuga heimamanna hversu hald-
góðar vamaraðgerðirnar verða.
Eitt verður yfir alla að ganga í
Riðukind, nudduð f
að aftan, ullin úfin j,
(Ijósm. Sig. Sigurð- r
arson) ■
sama varnarhólfinu. Það dugar t.
d. ekki að sofna á Jökuldal, þótt
hreinsað hafi verið til á Brú.
Hvergi virðist brýnna að vera
vel á verði en einmitt austanlands.
Margt bendir ti! þess að riðuveikin
á Austurlandi sé öðruvísi en áður
þekktist hérlendis. Kláðinn sem
fylgir sjúkdóminum þar er mun
meira áberandi í upphafi, dreif-
ingin hraðari og tjónið stórfelldara
en annars staðar þekkist.“
Hvernig stendur á því að riðuveikin
er illvígari á Austurlandi en annars
staðar?
„Ekki er hægt að fullyrða neitt um
það að svo komnu. Þess hefur
verið getið til, að á Austurlandi sé í
gangi annars konar smitefni eða
annar stofn af riðusmiti en þekktur
er á Norðurlandi og víða á íslandi,
smitið á Austurlandi hafi borist frá
útlöndum beint en ekki frá riðu-
svæðum á íslandi. Það hafi borist
með maur á fuglum, innfluttum
fóðurbæti eða á annan hátt. önnur
skýringartilraun er sú að austfirskt
fé sé næmara fyrir veikinni en fé af
vestfirskum uppruna, sem dreift
var víða um land í kjölfar fjár-
skiptanna. Á Austurlandi fóru
aldrei fram fjárskipti vegna þess að
þangað barst aldrei mæðiveikin.
Þar er gamli fjárstofninn ennþá.
Og kenningarnar eru fleiri,
meðal þeirra er sú, að fjölgað hafi
verið einstaklega næmum fjár-
stofnum á þeim árum sem mikill
áhugi var meðal bænda á því að
rækta grátt fé. Þetta virðist geta
skýrt að hluta til næmi fjár á Borg-
arfirði eystra og víðar fyrir riðu-
veiki. Þessi ættgengismál eru til at-
hugunar á Keldum og víðar. Ef til
vill mætti setja hér fram viðvörun
til þeirra sem vilja fjölga lokka-
prúðu gráu fé. Rétt er að vara við
öllu flani hvað sem öðru líður.
Ekki verður nógsamlega undir-
strikað, hve mikið ógagn vanhugs-
uð og óleyfileg fjárkaup og aðrir
flutningar á fé til lífs (hrútar, leigu-
og lánsfé, fóðrafé o. s. frv.) milli
svæða hafa leitt yfir saklaust fólk,
sem átt hefur heilbrigt fé. Er nú
komið mál til að kaupahéðnar og
braskarar stillist og fari að lögum
og hlýði ráðum gætinna manna.“
FREYR — 173