Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1981, Side 20

Freyr - 01.03.1981, Side 20
hugmynd Guðmundar Jóhannes- sonar ráðsmanns á Hvanneyri. Flórinn er eins metra djúpur og ég tæmi hann tvisvar á ári, á haustin og síðla vetrar, í mars eða apríl, þannig að tómt sé fyrir sauðburð. Svona skurðflórar njóta ekki framlags á við vélgenga kjallara, vegna þess að rúmmál þeirra er lítið, en ég tel hins vegar eðlilegt að miða framlagið við fjárfjölda, en ekki lofthæð í kjöllurum. Þegar ég byggði leist mér heldur ekki á vélgengan kjallara. Mér fannst burðarvirki grindanna svo veikt. Ég spurði starfsmann Teiknistofu landbúnaðarins, hvort grindurnar hefðu nægilegt burðar- þol til að nota þær sem rétt og sem væri troðfyllt af fé. Sá sem ég talaði við, kom af fjöllum og spurði: Gera menn það? Síðan ég byggði, hefur þetta breyst. Nú er farið að steypa bita og rimla og nota í stað timburs í fjárhúsgólf. Tæming? Ég moka út með sérstakri skóflu sem fest er neðan í ámoksturs- tækin. Ég get hvort sem er ekið inn og bakkað út eða öfugt. Úr skó- flunni tæmi ég svo beint í dreifara. Er það tryggt að þú getir dreift í mars eða apríl? Ég hef töluvert svigrúm með það og ég þarf ekki að bíða eftir að allt fyllist. Ég hef þar að auki nokkurn gálgafrest með því að taka upp grindurnar og troða taðið niður. Það gefur mér um hálfan mánuð. Snjóar eða ótíð hafa ekki komið að sök fram að þessu. Ég er um 3'h tíma að moka úr krónni og dreifa, en í krónni eru 55 ær og ég er ánægður með þetta fyrirkomulag. Víkjum þá að riðunni. Hvenær varðst þú fyrst var við hana hér? Eftir sláturtíð í október 1978 lóga ég veturgamalli kind, sem mér fannst óeðlileg án þess að hugsa Nýja íbúðarhúsið og gamli bcerinn í Hofstaðaseli. (Ijósm. M.E.) frekar um það, hvað að henni væri og alls ekki að hún væri með riðu, þótt ég telji núna líklegt að um riðu hafi verið að ræða. í byrjun janúar 1979 lóga ég tvævetlu, sem mér fannst líka óeðlileg. Ég aflífa hana í samráði við dýralækni og sendi sýni að Keldum og fæ þá staðfest að um riðu sé að ræða. Síðan hef ég misst sjö kindur fram á þennan dag eða alls níu. Ágerist veikin? Nei, árið 1979 missi ég sex ær, en í ár tvær. Þar af önnur sex vetra sem ég lóga í janúar og hin veturgömul, sem ég farga snemma í október. Hefur þú hugmynd um, hvernig riðan barst í fé þitt? Nei, en það eru óteljandi leiðir sem þetta getur hafa borist og ég get ekki greint eina ástæðu frekar en aðra, þó hafa þrjár ær af þeim, sem ég hef lógað verið undan ám, sem ég rak á afrétt í það eina skipti sem ég hef rekið þangað, en að öðru leyti hefur féð gengið í heimahögum. Riða er hér á næstu bæjum og riðufé kemur fyrir í göngum og réttum og oft þarf að hjálpa því til byggða. Ég vann eitt haust á sláturhúsi síðustu vikuna í sláturtíð við fláningu á fullorðnu fé. Þá var slátrað riðufé án þess að maður hefði hugmynd um það. Hvernig á maður, sem vinnur við að flá riðukind að fyrirbyggja það að bera þetta heim með sér? Nú svo kaupir maður slátur, hausa og annað, sem getur verið af riðubæj- um. Hvernig telur þú að eigi að bregð- ast við þessu bæði hjá þér og á þessu svæði? Fyrir hvern og einn er um að gera að tína úr grunsamlegar kindur og aflífa þær um leið og fyrstu einkenni sjást til að fyrirbyggja, eins og hugsanlegt er, dreifingu smits. Ég held að áframhaldið hljóti að vera í sama dúr fyrir heildina. Riðusjúkt fjárbú, sem er skorið niður, hættir þar með að smita út frá sér. Ef gripið er til niðurskurðar, hlýtur það að verða gert í samráði við dýralækna og aðra kunnáttu- menn. Síðan þarf að sótthreinsa eins og hægt er. Ábyrgir aðilar, t. d. Sauðfjársjúkdómanefnd, hlýtur að verða að grípa þarna inn í og stjórna þessari varnarbaráttu með það í huga að vinna bug á þessu og hafa trú á því, sem þeir eru að gera. Tilraunir manna hér til að kaupa líffé sitt úr hverri áttinni eru stór- varasamar. Menn lifa í þeirri von að nýja féð smitist ekki. Hins vegar rásar þetta fé vítt um og heimtist í 180 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.