Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 28
Indriði Ketilsson,
Ytra-Fjalli, Aðaldal:
Riðuveiki í sauðfé
Þegar ritstjóri Freys bað mig að kynna mér viðhorf sveitunga
minna og sýslunga til riðuveiki og viðnáms gegn henni,
lofaði ég víst upp í ermi mína. Eitt er að láta í Ijósi eigið álit,
annað að gefa rétta mynd af viðhorfi almennings. Þetta bið
ég lesendur að hafa í huga.
Ég hef talað við allmarga sveit-
unga og fáeina aðra bændur í hér-
aði. Skal nú leitazt við að gera
grein fyrir skoðun þeirra, en fyrst
fáein orð um útbreiðslu riðuveiki
hér í Skjálfandahólfi.
Það mun hafa verið árið 1973 að
veikin var fyrst staðfest í Keldu-
neshreppi og nær jafnsnemma í
Skútustaðahreppi og Húsavík.
Síðan hefur hún komið upp á
Tjörnesi, Reykjahverfi og Aðal-
dal. Eru nú aðeins Reykjadalur og
Bárðardalur ósýktir, að talið er.
Útbreiðsla hefur verið hæg, mest í
Kelduneshreppi, en virðist aukast
og á síðasta ári bættust við a. m. k.
þrír nýir bæir, sinn í hverri sveit.
Útbreiðsluleiðir eru oftast ókunn-
ar og hafa menn hér vaxandi
áhyggjur af sjúkdómnum. Á
sumum bæjum, þar sem veikin
hefur verið í nokkur ár, er tjón
lítið, en á öðrum verulegt og er
þungt undir að búa. Er mér t. d.
sagt, að á sumum bæjum í Keldu-
hverfi hafi farið meirihluti ein-
stakra árganga ánna. Einnig þykj-
ast menn hafa tekið eftir að ætt-
stofnar séu misjafnlega sterkir
gagnvart veikinni og sé ástæða til
að velja lífgimbrar með hliðsjón af
því.
Aðgerðir hafa verið þær, að
héraðsdýralæknir hélt fund með
oddvitum á þessu svæði fyrir
tveimur árum. Síðan var tekin upp
heilbrigðisskoðun fjár og dýra-
læknir sendi dreifibréf til fjár-
eigenda með fyrirmælum og
leiðbeiningum sauðfjársjúkdóma-
nefndar. Skorið hefur verið niður,
á a. m. k. þremur stöðum, en fátt fé
á hverjum.
Menn standa mjög varnarvana
gegn sjúkdómi þessum og sjá
flestir fátt til ráða. Vantar tilfinn-
anlega vitneskju um, hvernig
veikin berst á milli. Þó uppi séu
ákveðnar kenningar um það, virð-
ast þær ekki einhlítar.
Allir eru sammála um nauðsyn
þess, að vera vel á verði gagnvart
sjúkdómseinkennum, taka grun-
samlegar kindur strax frá og gera
dýralækni viðvart — sumir segja:
lóga strax.
Þá eru menn sammála um, að
æskilegt sé að draga úr samgangi
fjár milli bæja og svæða, eti ekki
virðist raunhæft að vænta að það
muni nokkrum sköpum skipta, þar
sem fullri einangrun verður ekki
við komið.
Bent var á, að sums staðar mætti
hagræða fjallskilum og hreinsun
heimalanda í þá átt, að fé kæmist
sem fyrst til síns heima á haustin og
draga úr þvælingi í réttum og
húsum.
Allir, sem ég talaði við, höfnuðu
niðurskurði sem lausn.
Menn virtust sammála um að
fylgja öllum raunhæfum varúðar-
reglum, eftir því sem unnt væri, en
þó gætti þess undir niðri, að ekki
væri líklegt að það nægði til að
hindra útbreiðslu veikinnar.
Einstaka bóndi hafði ákveðnar
hugmyndir og ábendingar, sem ég
vil koma á framfæri:
1. Ef smit getur borizt með
dauðum hlutum, þá eru ullar-
pokar sérstaklega viðsjárverð-
ir. Þeir safnast saman, víðsveg-
ar að, og liggja svo aðra tíma í
fjárhúsum. Eru víst hvorki
þvegnir né sótthreinsaðir í
ullarþvottastöðvum. Fé
skrámast og blóðgast tíðum við
rúning.
2. Álitið er að smit berist hvað
helzt með blóði. Því taldi sami
maður, að öll heimaslátrun ætti
að hverfa — öryggis vegna.
3. Bent var á, að ef menn geta
borið smitið, ættu fjármenn,
sem umgangast sýkt fé, að
forðast að fara í önnur fjárhús.
Hið síðastnefnda mun ósannað,
en allt ber að sama brunni, að
þekkingarskorturinn er hér sem
víðar, verstur óvinur.
Tel ég því, að sigurvonir í bar-
áttu gegn þessum sjúkdómi, séu
fyrst og fremst bundnar við rann-
sóknir á eðli hans og að varnarlyf
finnist. Hlýtur að þurfa stóraukin
fjárframlög til slíkra rannsókna.
Leyfi ég mér að benda á, að betur
væri til þess varið, nokkru af því fé,
sem nú er eytt vegna skylduböð-
unar sauðfjár í héruðum, þar sem
lús og kláða var útrýmt fyrir ára-
tugum. fslenzkir vísindamenn hafa
fyrr unnið afrek í baráttu við bú-
fjársjúkdóma. Við vonum að það
geti enn gerzt.
188 — FREYR