Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 30

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 30
íbúðarhúsið í Hvannstóði. Fjárhúsin í Hvannstóði. Mynain er tekin 15. maí 1977, en þá var þarna meira en metersdjúpur snjór. að slátra 115 kindum riðuveikum, þar af 95 sem eiga ætt að rekja til Brands. Hér hefur féð verið fóðrað á tveim jörðum síðastliðna níu vetur. Fyrst var því skipt eftir aldri, en nú í tvo vetur höfum við flokkað það eftir ættum. Hér í Hvannstóði höfum við fjóra yngstu árgangana af þeim stofnum sem sama og ekk- ert hefur drepist af. í Hólalands- hjáleigu höfum við allt það fé sem við teljum „næmt“, auk þess allar ær fimm vetra og eldri. Fyrir sauðburð tökum við frá af elstu ánum þær sem kemur til greina að ala undan og láta þær ekki bera innan um hinar. Við reynum að fylgjast eins vel með heilsufari fjárins og við getum og tökum úr ef við teljum okkur sjá riðuveika á og um leið ef til er kind undan henni á 1. eða 2. vetur. Þær eru hafðar sér og slátrað næsta haust. Ég er nú búinn að minnast á það helsta sem hér er gert til að draga úr riðuveikinni. Það er sannfæring mín að eins og er höfum við engin önnur ráð en að læra að búa við hana. Ég h^f í þessum greinarstúf talað um „okkur" þar á ég við syni mína, sem vinna að búskapnum með mér. Þeir eiga eins mikinn þátt í þessum aðgerðum og ég. Sveinn Bjarnason Hvannstóði. Ákvörðun um útborgunarhlutfall mjólkur 1981 Á fundi 23. janúar s. 1. ákvað Framleiðsluráð landbúnaðarins eftir- farandi útborgunarhlutfall fyrir mjólk árið 1981: Janúar ............................. 85% Febrúar ............................ 85% Mars ............................... 75% Apríl .............................. 75% Maí ................................ 75% Júní ............................... 65% Júlí ............................... 65% Ágúst .............................. 65% September .......................... 75% Október ............................ 80% Nóvember ........................... 85% Desember ........................... 85% Framleiðsluráð óskar þess, að þeir aðilar í mjólkuriðnaði sem selja meirihluta mjólkurinnar á daglegum markaði hækki útborgunarhlut- fallið í 90% af grundvallarverði fyrir mánuðina nóvember, desember, janúar og febrúar. 190 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.