Freyr - 01.03.1981, Side 16
heilum allra fullorðinna kinda.
Rannsókn á þeim leiddi í ljós að
10% af því sem skoðað var sýndi
grunsamlegar byrjunarbreytingar
riðuveiki (alls 9 kindur grunsam-
legar). Pví má ætla, að riðuveiki
kynni að hafa orðið skæð á þessum
bæ. Ef til vill má álykta sem svo að
þetta bendi frekar til aðvífandi
smits nýlegs fremur en smits sem
hefði legið þar í landi. Hvað sem
því líður, er nauðsynlegt að fyl-
gjast vel með heilsufari fjárins í
þessu varnarhólfi næstu árin.
Mýrasýsla:
í Mýrasýslu fannst riðuveiki um
nokkurt skeið eftir fjárskiptin og
olli talsverðum vanhöldum. Þetta
var í Fornahvammi. Veikin hafði
borist með fjárskiptalömbum
norðan úr Vatnsdal. Engan grun-
aði þá, að veikin lifði af fjárskiptin.
Fénu mun hafa verið eytt flestu á
endanum og riðuveikin hvarf.
Mikil mildi má teljast að hún
breiddist ekki út frá Forna-
hvammi.
Akranes og Borgarfjarðarhólf
syðra:
Á Akranesi kom riðuveikin upp
hjá tveimur fjáreigendum nokkru
eftir fjárskiptin (1958). Síðan
barst hún frá þeim hjörðum á einn
bæ í Innri- Akraneshreppi. Ógætni
hefur verið með fjársölur frá þess-
um hjörðum og hafa verið gerðar
ráðstafanir til að selda fénu verði
eytt. Eitthvað fór af fé frá þessum
riðuhjörðum upp í.Svínadal og
væri þörf á því að hreinsa burtu
alla hættu hér. Ekki hefur orðið
vart við riðuveiki í þessum hjörð-
um um nokkurra ára skeið og
verður eflt eftirlit með þeim frá því
sem verið hefur í samvinnu við
fjáreigendur.
Landnám Ingólfs:
í Reykjavík og nágrenni var riðu-
veiki um skeið og fór sífellt
fjölgandi sýktum hjörðum. Tjónið
var ekki mikið, enda hjarðirnar
flestar litlar. Dreifing varð fyrst og
fremst með sölufénaði og öðrum
fjárflutningum til Kópavogs,
Vatnsleysustrandar, ölfushrepps,
Hveragerðis og Grafnings. Hafið
var viðnám gegn riðuveiki á
svæðinu 1978 og lógað öllu fé á
sýktum stöðum. Við bættust 3
hjarðir 1979 og var þeim einnig
lógað. Haft var fjárlaust 1—2 ár,
gagnger hreinsun og sótthreinsun
á húsum, útbúnaði o. fl. í nánasta
umhverfi fjárins í sýktum húsum.
Enginn grunur hefur vaknað nú í
haust um riðuveiki á þessu svæði. í
Grafningi er hjörð, sem riðuveiki
hefur fundist í. Land jarðarinnar
er afgirt og fylgst er með fénu.
Ótekin er endanleg ákvörðun um
afdrif þessarar hjarðar.
Uppsveitir Árnessýslu:
Laugardalur og Hlíðarbæir í Bisk-
upstungum. Hérna fannst veikin
snemma s. 1. vetur. Við fjárskoðun
fundust sýktar kindur á nýjum
bæjum og alls urðu hjarðirnar sem
riðukindur fundust í sex að tölu.
Ekki er vitað hvernig veikin
barst þangað en hún gæti hafa
komið vestan úr Landnámshólfi
Innrekstur í Biskupstungnaréttir. Riðan er nýkomin upp í Biskupstungum og ógnar Suðurlandi. (Ijósm. Sig. Sigurðarson)
176 — FREYR