Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 21

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 21
Fjárhúsin í Hofstaðaseli ásamt votheysturnum. (Ijósm. M.E.) réttir langt í burtu, jafnvel í öðrum sýslum. Staða riðubænda er ákaflega slæm, einkum í samskiptum við aðra bændur. Þeir geta búist við því að ásetningslömbin sýkist öll og þeir fá ekki bætur til að skera niður, þannig að mögulegt sé fyrir þá að endurnýja fé sitt. Þeir mega ekki kaupa að líffé, hvorki lömb né fullorðið og óheimilt er að flytja frá riðubæjum ókunnugt fé, sem þar kemur fyrir, en reglugerðin segir ekki tii um, hvað gert skuli við það. Allir nágrannarnir eru dauðhræddir við þá og kannski mest ráðunautarnir, sem fara bæ frá bæ og úr fjárhúsi í fjárhús. Þeir koma ekki ótilneyddir. Sama vandamálið er með sæðingar. Hér í sýslu er gerður sérstakur leiðangur á riðubæi, en er þá ekki eins verið að dreifa smiti milli þeirra inn- byrðis? Af þessum ástæðum er það kappsmál fyrir þann bónda, sem er með riðufé að losna við þetta og ekki síður fyrir nágrannana. Þró- unin er sú að þetta breiðist stöðugt út og það þarf að spyrna við fótum, ef þessi veiki á ekki að breiðast út í stórum stíl. Hvernig telur þú að framkvæma eigi niðurskurð? Til þess er reglugerðin um varnir gegn riðu að mörgu leyti góð, ef henni væri bara framfylgt sam- viskusamlega, bæði með niður- skurð og heftingu á útbreiðslu í huga. Það er t. d. á móti reglugerð að sláturfé er dembt inn á slátur- hús, hvort sem það er með riðu eða ekki og jafnvel að sláturhús sé opnað eingöngu til að slátra riðufé og afurðum síðan dreift um allt. Þessi stranga reglugerð er ekkert annaó en dauðadómur á búrekstur viðkomandi manna, þar sem lítið hefur verið gert til þess að bæta það efnahagslega tjón, sem af riðunni hlýst. Þó tel ég það til mikilla bóta, að Sauðfjárveikivarnir hafa ákveðið að bæta grunsamlegar kindur, sem lógað er heima, því að þá fá þær einnig glöggar upplýsingar um út- breiðslu veikinnar og hvernig hún þróast á einstökum búum. Þar sem veikin er mjög svæsin, finnst mér að sauðfjárveikivörnum beri skylda til að grípa í taumana eins og kveðið er á um í 4. og 5. grein reglugerðarinnar um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki, en það hefur ekki verið gert fram að þessu. Það er óviðunandi að úrskurða ákveðin svæði sýkt og láta svo búfé og bændur veslast upp af völdum riðunnar eftirlits- og afskiptalaust. Það þarf að beita samh jálp til að komast yfir þetta, því að það er allra hagur. Nú er ríkjandi tak- mörkun á búvöruframleiðslu og þar með er gullvægt tækifæri til að leggja til atlögu. Segjum að ein fél- agsheild, t. d. bændur í Búnaðar- sambandi Skagfirðinga tækju sig saman og ákvæðu að leggja nokk- uð á sig til að bægja frá þessum háska. Það gæti farið þannig fram að hver um sig legði fram tvö eða þrjú lömb, sem þeir hefðu umfram kvóta og það notað til þess að aðstoða þá bændur sem væru fjár- lausir vegna niðurskurðar. Tvennt vinnst með því. Minni framleiðsla og unnið væri að útrýmingu rið- unnar. Einnig væri eðlilegt að Bjargráðasjóður hefði þarna hönd í bagga. Ég tel ekki nauðsyn að skera niður á öllum riðubæjum sama árið. Það mætti t. d. fylgja upp- rekstrarsvæðum. Hér um slóðir eru mörg upprekstrarsvæði og jafnvel til að sami hreppurinn hafi fleiri en eina afrétt. Þessum bændum þarf að útvega áftur líffé og það tel ég skynsam- legast að gera með þeim hætti að semja við ákveðna bændur um að ala upp líffé fyrir þá og væri fé þeirra undir sérstöku eftirliti. Menn væru hins vegar ekki að kaupa líffé sitt úr hverri áttinni. Spurningin er hvort ekki ætti að ala þetta fé upp í veturgamalt áður en það er flutt á riðubæi vegna þess að greinilegt er að lömbum er hættast við að smitast. Einnig kæmi til álita að menn fengju ekki fulla sína fyrri fjártölu á einu árí. Með þessu fylgdi svo að riðu- bændur þyrftu að gera átak í að girða hjá sér. Riða er veirusjúkdómur og við höfum annað dæmi um veirusjúk- dóm í húsdýrum hér á Iandi sem er plastmacytose-sjúkdómurinn í minknum. I baráttunni við hann er markvisst stefnt að því að útrýma sjúkum dýrum. M. E. FREYR — 181

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.