Freyr - 01.03.1981, Side 36
Jón Viðar Jónmundsson
Erlendar rannsóknir á riðuveiki
Fjölrit Bœndaskólans á Hvanneyri nr. 33, 1980 ber heitið
,,Búfjárkynbætur og sjúkdómar“ og er eftir Jón Viðar Jón-
mundsson. Þar er m. a. fjallað um riðuveiki og hefur höf-
undur góðfúslega veitt leyfi til að sá kafli sé birtur hér.
mjög athyglisverðar rannsóknir
verið framkvæmdar á því. Hér
verður aðallega stuðst við tvær
greinar eftir breska vísindamenn,
þá Stamp (1978) og Kimberlin
(1979), um þessar rannsóknir.
Kimberlin segir að þekkt sé, að
smitleiðir séu frá kind til kindar og
sérstaklega virðist smit á
sauðburði mikið. í öðru lagi sé
smit frá móður til afkvæmis, sem
líklega sé algengasta smitleiðin.
Smitefnið er hægt að flytja yfir á
mýs og sýkja þær. Á þann hátt hef-
ur í músum verið hægt að finna
ákveðin gensæti, sem greinilega
hafa áhrif á mótstöðu gegn sjúk-
dómnum. Gensæti þetta er kallað
sinc-gen. Munurinn mun þó aðai-
lega fólginn í því, hve langan tíma
það tekur frá því að gripurinn sýk-
ist þar til sjúkdómurinn kemur í
Ijós. Erfðavísarnir í þessu sæti eru
kallaðir p7 og s7. í ljós hefur komið
að viðbrögðin virðast misjöfn við
mismunandi stofnum. Þannig kom
Fullyrða má að í dag er riðuveiki
alvarlegasti sauðfjársjúkdómur
hér á landi, sem rekja má að
einhverju leyti til erfða. Páll A.
Pálsson hefur gefið greinargott
yfirlit yfir einkenni og útbreiðslu
sjúkdómsins hér á landi.
Álitið er að sjúkdómurinn hafi
borist hingað til lands með inn-
flutningi á Oxford Down fé frá
Danmörku árið 1878. Rétt er
einnig að leggja á það áherslu að
smitefni sjúkdómsins er ekki
þekkt og meðan svo er hljóta allar
rannsóknir á honum að vera erf-
iðar. Almennt mun þó talið, að um
sé að ræða örsmáar veirur, sem
sýna ótrúlega mótstöðu gegn flest-
um alþekktum sóttvarnaraðgerð-
um.
Hér á landi hafa ekki farið fram
neinar rannsóknir á hugsanlegum
erfðaþætti í viðnámsþrótti gegn
þessunt sjúkdómi. Erlendis hafa
í ljós að þegar smitefni var flutt frá
Suffolkfé yfir í mýs var með-
göngutími sjúkdómsins lengstur
hjá músum með s7s7 arfgerð. Væri
aftur á móti flutt smitefni frá Che-
viotfé þá var meðgöngutíminn
mun lengri hjá einstaklingum með
p7p7 arfgerð. Einnig virðist
greinilega hafa komið í ljós, að að
einhverju leyti sé um ríkjandi
erfðir að ræða.
Hjá sauðfé hafa verið gerðar
tvær tilraunir með að rækta línur,
sem eru móttækilegar fyrir sjúk-
dóminum eða sýni mótstöðu.
Önnur þeirra er með fé af Cheviot
kyni en hin með fé af Herdwick
kyni. Tilraunin er þannig
framkvæmd, að hjörðin er höfð í
einangrun og sett á fyrstu af-
kvæmin, en síðan eru gripirnir
sýktir og má þá þegar í ljós kemur
næmi þeirra velja meðal ósýktra
afkvæma.
í Cheviot fé fengust þannig fljótt
tvær línur, sem sýndu mikinn mun í
hve móttækilegar þær voru fyrir
sjúkdóminum og virtist sem mikil
næmni geti að einhverju leyti verið
háð ríkjandi erfðum.
í Herdwick fénu hafa einnig
fundist hliðstæð áhrif og eru
Riðuveiki hjá Herdwick fé eftir smitun undir húð með ssBP/1 riðu
(Kimberlin 1979).
Hópur Fjöldi með riðu Fjöldi smitaður Meðgöngutími sjúkdómsins, dagar
Móttækilegur (S) 36/36 185 ± 11
Mótstæður (R) 3/41 673 ± 206
S x R 37/48 266 ± 7
R x S 28/35 260 ± 7
196 — FREYR