Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 25

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 25
Riðan illvígasti sjúkdómur í sauðfé nú segir Ármann Gunnarsson, dýralæknir, í samtali við Frey. Riða í sauðfé er talin hafa boristfyrst í Svarfaðardal upp úr 1910, og má segja, að hún hafi verið landlœgþarsíðan, sagði Ármann Gunnarsson, dýralæknir í Svarfaðardal, í viðtali við Frey. Menn vonuðu að takast mætti að útrýma sjúkdómnum með fjár- skiptunum upp úr 1950, en svo varð ekki, því miður. Riðan er á Dalvík og svo til á hverjum bæ í vestanverðum Svarfaðardal og staðfest á einum bæ á austurkjálk- anum. Á Árskógsströnd er hún búin að heita má, ber sáralítið á henni, en hún var mögnuð þar fyrir nokkrum árum. Hún hefur einnig gert vart við sig í Ólafsfirði neðan- verðum. Veikin hagar sér þannig, að hún virðist grassera í nokkur ár á bæjum, drepur þá mikið, allt upp í 40—50 kindur á bæ á ári. Hún herjar í nokkur ár, og síðan fer að draga úr henni eftir svona 3—4 ár, og svo eru dæmi til þess, að hún hafi hreinlega hætt að drepa. Þetta er fyrst og fremst af því, að menn láta ekki lifa iömb á þessum tíma og gera ekki mikið af því að kaupa fé. Það verður að vísu oft lítið eftir, en þá virðist koma upp sterkur stofn, ónæmur fyrir riðuveiki. Þetta er nú kannski helsta bar- áttuaðferðin við riðu, þar sem veruleg brögð eru að henni. Þess þarf að gæta að láta ekki lömb lifa, og alls ekki út af kindum, sem vitað er, að hafa farið úr riðu. Menn þurfa líka að vera mjög varkárir með kaup og sölu á sauðfé, og náttúrlega alls ekki að selja fé frá þessum bæjum og kaupa ekki nema að vel athuguðu máli og þá í samráði við dýralækna og oddvita og með leyfi Sauðfjárveikivarna. Riðan leggst helst á fé á öðrum og þriðja vetri. Þó kom upp eitt tilvik, sem ég held, að sé einsdæmi. í fyrra veiktist kind rétt fyrir ára- mót, — hún var 7—8 mánaða — það var staðfest sem riðuveiki á Keldum. Einstöku sinnum sést á veturgömu að vorinu, en yfirleitt fara kindur úr riðu á öðrum vetri, og þá er miðað við, að lömbin hafi annað hvort veikst í móðurlífi eða þá nýfædd. Hins vegar ef fullorðnar kindur eru keyptar á riðubæi, þá líður oft- ast lengri tími, þangað til einkenni veikinnar sjást á þeim, 2—4 ár. Riðan er talin veirusjúkdómur, er ekki svo? — Hefur tekist að einangra veiruna? Hún hefur ekki verið einangruð. Talið er víst, að þetta sé smitefni, sem líkist veiru, en ekki hefur tek- ist að finna mótefni. Óhætt er að segja, að þetta sé illvígasti sauðfjársjúkdómur, sem nú er þekktur hér á landi. Þessi sjúk- dómur er þekktur víða um heim. Ameríkumönnum hefur gengið nokkuð vel að halda honum niðri. Þeir hafa skorið niður alveg misk- unnarlaust, þeir hafa nóga peninga. Hvernig berst veikin? Hér um slóðir má í flestum til- vikum rekja nýsmit á bæjum til aðkeyptra kinda. Menn verða því að fara mjög varlega í öll fjárkaup á riðusvæðum, eins og ég sagði áðan. Dæmi eru til þess hér, að menn hafi keypt inn í ósýkt fé sitt riðu- veikar kindur af bæjum, þar sem ekki var áður vitað um riðuveiki. Þá er alltaf varasamt að selja fullorðnar kindur frá ósýktum stöðum inn á sýkta bæi, því þessar kindur vilja leita á gamlar heimaslóðir og geta þá verið sýktar af riðu og smitað út frá sér. Mér finnst margt benda til að smit kinda berist aðallega við beina snertingu t. d. í húsi eða réttum, en síður í haganum, þó engan veginn sé hægt að útiloka þann möguleika. Þeir bændur, sem lausir eru við þennan vágest, þurfa því að vera vel á verði og hýsa ekki ókunnugt fé með sínu, ef nokkur grunur leikur á að það sé af riðusvæði. í því sambandi eru litamerkingar auðvitað mjög gagnlegar. (Sjá nánar um riðu í sauðfé í grein eftir Pál A. Pálsson, yfir- dýralækni, í Frey, nr. 18, 1978). . J.J.D. FREYR — 185

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.