Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 18
Riðan hefur ekki komið aftur
Viðtal við Óskar Magnússon, Brekku, Seyluhreppi, Skagafirði
Brekkaervið hringveginn skammt ofan við Varmahlíð áleiðinni upp á Vatnsskarð. Þar býr
Óskar Magnússon, en fréttamaður Freys hafði haft spurnir af því, að hann sé einn af þeim
bændum í Skagafirði, sem góðar líkur eru á að tekist hafi að útrýma riðu úr fé sínu.
í október s. 1. var Óskar staddur í
Reykjavík og þá náði blaðið tali af
honum.
Hve lengi liafði riða verið íféþínu ?
Það var ekki í stórum stíl nema í
tvö ár, en þau ár missti ég hvort um
sig yfir 20% af fénu. Riðan kemur í
féð árið 1972. Þá tók ég eina eða
tvær kindur, sem eitthvað var að
án þess að ég gerði mér þá grein
fyrir hvað það var, og setti þær í
hús hjá lömbunum, sem þá voru
um 80. Þá var engin riða á þessum
slóðum að því er talið var. Þess_
vegna tók það langan tíma að
komast að því að um riðuveiki væri
að ræða. Þegar úrskurðurinn lá
hins vegarfyrir, fannst méreðlilegt
að farga fénu, þar sem ekki var
vitað um önnur tilfelli á þessum
slóðum.
Skarst þú niður á eigin kostnað?
Ég fékk styrk og lán frá Bjarg-
ráðasjóði og síðan fékk ég upp-
eldisstyrk frá Sauðfjárveikivörn-
um. Ég fékk lífféð úr Langadaln-
um og frá Sauðárkróki. Það voru
bæði lömb og fullorðið fé.
Sauðfjárveikivarnir veittu upp-
eldisstyrk á jafn margt fé og skatt-
askýrslur gáfu til kynna vegna
lambakaupanna, en þeir vissu að
ég keypti líka fullorðið fé og létu
það afskiptalaust.
Hvað leið langur tími frá því þú
skarst niður þangað til þú fékkst fé
aftur?
Féð var tekið inn sama haustið og
ég skar niður, en ég samdi við selj-
endur um að ég tæki ekki við því
fyrr en öruggt væri að búið væri að
hreinsa allt land af fé á þessu svæði
og sótthreinsun í húsunum væri
lokið.
Hvernig sótthreinsaðir þú?
Ég sótthreinsaði með eitursóda-
legi. Það komu fyrirmæli frá Keld-
um um að ég ætti að þvo húsin upp
úr lút. Ég mokaði út úr húsunum
og hreinsaði burt allar taðskánir og
dreifði þeim áburði þegar á tún. Ég
hafði unnið í Reykjavík á lýsis-
herslustöð og hafði reynslu af
notkun eitursóda við að hreinsa
lýsistunnur. Ég blandaði því mjög
sterkan lút og kústaði með strá-
kústi alls staðar þar sem ég taldi fé
geta náð til og einhver sýking-
arhætta gæti verið. Á eftir kústaði
ég upp úr volgu vatni og sprautaði
allt að lokum til að hreinsa burt
lútinn.
Fénu tók ég við seinni partinn í
nóvember, beint á hús. Ég keypti
féð á tveimur árum, fyrra árið 180
og hið síðara 80, en áður en riðu-
veikin kom í féð var ég með þetta
320—340 fjár.
Hvernig hefur gengið síðan?
Riðan hefur ekki komið aftur í féð,
svo að merkjanlegt sé, en aftur á
móti er riða nú viðurkennd á flest-
um nærliggjandi bæjum.
Veistu hvernig riðan barst til þín?
Nei, en síðan niðurskurður fór
fram hjá mér, hefur komið í ljós að
riða var komin áður á bæina Húsey
og Syðra-Vallholt í sömu sveit og
einmitt um þetta leyti var ókunnur
kindarbjálfi, sem ætla má að hafi
verið með riðu, í hólfi með fé
mínu.
Eru núna stófelldir skaðar af
riðuveiki í grennd við þig?
Já, ég veit um þrjá bæi, sem hafa
farið illa út úr riðuveiki, en staðfest
tilfelli eru á mörgum öðrum
bæjum.
Hver er skoðun manna í kringum
þig á því hvað nú skuli taka til
bragðs?
Skoðanir eru skiptar. Þeir, sem
hafa orðið fyrir miklu tjóni, hafa
velt fyrir sér að skera niður og ég
178 — FREYR