Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 32

Freyr - 01.03.1981, Blaðsíða 32
ennþá sloppið við riðu. Pað eru endabæir sveitarinnar. Það eitt nægir þó ekki til að skýra þessa „heppni“. Bændur á þessum bæj- um hafa verið mjög varkárir í kaupum á fé og eins má segja að varla sjáist kindur frá þeim í fjár- húsum riðubæja á haustin. Það hefur valdið mönnum heilabrotum hvers vegna riðan geisar af miklum krafti ár eftir ár á sumum bæjum, en er í lágmarki á öðrum. Til þessa kunna að liggja margar ástæður, en aldraður bóndi hér í Norðfirði, hefur góða skýr- ingu á þessu. Hann segir að þar sem ær bera snemma á vorin og smálömb séu lengi í húsum eða við hús, sé riðan aðgerðarmeiri. Þetta megi þó forðast með því að seinka sauðburði eða setja ekki á nema þau lömb, sem seint fæðast. Mörg- um fjárbóndanum sé þó þvert um geð að velja líflömb úr þeim hópi, sem venjulega eru þau smæstu í hjörðinni. Því velji menn stærstu og fallegustu gimbrarnar til ásetnings, þær sömu og lengst hafa dvalið í riðupollinum á vorin. Bóndinn telur sig hafa náð tökum á riðunni m. a. með því að láta bera seint. Bent skal á, að fleiri ráð eru til staðar í baráttunni gegn veikinni. Þar skai fyrst nefna nákvæmt skýrsluhald, sem gefur mönnum möguleika á að velja úr til undan- eldis þær ættir áa og hrúta sem best hafa staðið sig gegn riðunni. Margir álíta þetta ekki raunhæft, en erlendar rannsóknir styðja þetta auk þess sem margir fjár- bændur telja sig geta tekið undir það. í öðru lagi má fara þær leiðir, sem mikið hafa verið notaðar, að setja einungis á undan eldri ánum því meiri líkur séu á því að hitta þannig á þá einstaklinga, sem eru sterkari gegn riðunni, en ef sett er á tilviljanakennt undan eldri sem yngri ám. Sama má segja um hrút- ana, að því eldri sem þeir verða, þeim mun auðveldara er að fá haldgóðar upplýsingar um það hvernig dæturnar standa sig. Skoðanir bænda eru mjög skipt- ar á aðgerðum gegn riðunni. Þó held ég að fullyrða megi, að nú séu allir á því, að þegar riðan kom upp í Norðfirði og Borgarfirði í byrjun áttunda áratugarins, hafi niður- skurður verið eina raunhæfa leið- in. Það hefði auðvitað þýtt fjár- leysi í 3—5 ár, með viðeigandi sótthreinsunum. Ekki reyndi áþað þá hvort slíkur vilji var fyrir hendi meðal bænda, því að litlir tilburðir voru í fyrstu af hálfu yfirvalda þessara mála til að hindra út- breiðslu veikinnar. En svo lengi lærir sem lifir og nú er aðalatriðið að vernda þau svæði sem enn eru ósýkt og þar má ekkert til spara. Margir bændur hér í Norðfirði vilja enn í dag skera niður með tilheyrandi hliðarráðstöfunum. Vilja menn gjarnan tengja það hinum tímabundnu vandamálum offramleiðslunnar með tilliti til aðstoðar við slíkar aðgerðir. En benda má hinum sömu á að nú er það of seint, nema allt Austurland yrði lagt undir. Úr því sem komið er held ég að skásti kosturinn sé að • læra að búa við riðuna. Ég vil gerast svo djarfur í lokin að setja reynslu okkar Norðfirð- inga fram í formi leiðbeininga, sem að vísu fara á meginatriðum saman við það sem sauðfjárveikivarnir og dýralæknar hafa ráðlagt. Hvers konar nosturatriðum er sleppt, en þau kunna að vera mikilvæg eigi að síður. I. Ef riðan er ekki komin í byggð- arlagið: 1. Stöðva skal allan innflutning sauðfjár úr öðrum byggðarlög- um, nema af tryggum riðulaus- um svæðum. 2. Fylgjast skal vel með þessum rannsóknir hafa farið fram og þó málum og ef veikin kemur upp á einum bæ, eða tveim ber að reyna niðurskurð þar strax. (sbr. aðgerðirnar á Brú á Jök- uldal). II. Ef riðan er komin í byggðarl- agið, en ekki á alla bæi. Þeir sem þá eru enn fríir ættu að: 1. Kaupa helst ekki fé að, en nota sæðingar til kynbóta ef að- gangur er að þeim. 2. Forðast að hýsa fé frá öðrum bæjum, láta fé ekki standa á réttum lengur en nauðsynlegt er og umfram allt að lóga fé sem í lengri tíma er samvistum við fé frá riðubæjum (er hýst þar eða gengur í túni.) 3. Lóga tafarlaust fyrstu ánum, sem menn gruna um riðuveiki. III. Ef riðan hefur „bankað upp á“: a. ) 1. Taka upp nákvæmt skýrslu- hald. 2. Lógariðuféjafnskjóttogmenn eru vissir um sjúkdóminn. 3. Ástunda þrifnað, um sauðburð sérstaklega, og endurnýja drykk jarvatn fjárins dag hvern. Þessi leið ber nokkurn keim af tilraunastarfsemi (liður 1) og getur verið vandrötuð en trú- lega árangursrík ef vel til tekst. b. ) Auðveldari leið: 1. Lóga strax riðuveiku fé. 2. Ástunda þrifnað um sauðburð og vanda meðferð drykkjar- vatns. 3. Setja líflömb á undan eldri ám. 4. Velja ekki til ásetnings lömb, sem lengi hafa verið á húsi að vorlagi eða í þröngum girðing- um. Riðuveiki í sauðfé hefur verið vandamái margra þjóða. Miklar rannsóknir hafa farið fram og þó margt hafi áunnist sér ekki enn út úr þeim myrkviði, sem sjúkdómur þessi hefur reynst vera. 192 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.